Hvernig á að gera skúf

Hvernig á að gera skúf

Það er auðvelt að gera fallegan skúf til þess að lífga uppá húfu, veski og innanhúshönnun. Veldu stærð og efni sem passar þér. Klipptu smá bút af pappírsspjaldi í þeirri lengd sem þú vilt að dúskurinn sé í.

Mynd 1: Byrjaðu á öðrum endanum á garninu og vefðu nokkuð þétt og jafnt utan um spjaldið að óskaðri þykkt.

Mynd 2: Þráður er þræddur inn á milli spjalds og garns við brún spjaldsins að ofanverðu, dragðu þráðinn samann og hnýttu hnút til að halda skúfnum saman.

Mynd 3: Þegar þú hefur fest skúfinn saman efst þá getur þú dregið spjaldið frá.

Mynd 4: Vefðu þræði nokkrum sinnum utan um efri hluta skúfsins ca 1 cm frá toppi svo að það myndist lítið höfuð efst.

Mynd 5: Skúfurinn hangir nú í þræðinum efst en klippið þræðina/lykkjurnar neðst svo að endarnir verði lausir.

Mynd 6: Nú ertu með lítinn fallegan skúf og auðvelt er að stytta endana svo að skúfurinn passi þar sem þú vilt hafa hann.

Þú getur einnig skoðað þetta myndband