Hvernig á staðsetja miðju í mynstri?

Hvernig á staðsetja miðju í mynstri?

Miðja á mynstri er staðsett þannig (lykkja með ör) fyrir miðju á framstykki/bakstykki eða fyrir miðju á ermi.

Það segir að í mynstri þarftu að halda áfram að prjóna framstykki og fylgja mynstri. Það er mikilvægt að staðsetja miðju á mynstri mitt á framstykki, svo að mynstrið verði miðjað og samhverft

  • Þú ert með 81 lykkjur á framstykki. Sem þýðir að lykkja númer 41 er miðja á framstykki og það verður að prjóna hana með þeim lit í miðju í mynstri eftir mynsturteikningu.
  • Mynstrið er með meira en 24 lykkjur og ör sem sýnir miðju-lykkju, vísar á 13. lykkju í mynstri.
  • Byrjið í miðju á framstykki (lykkja 41). Teldu fyrst 13 lykkjur frá miðju á framstykki og út til hægri, eftir það allt mynstrið (24 lykkjur) að lokum ertu með 4 lykkjur eftir.

Þetta þýðir að þegar þú byrjar í hægri hlið á framstykki, þá prjónar þú fyrst síðustu 4 lykkjur í mynstri (frá hægri til vinstri), síðan allt mynstrið (24 lykkjur) frá hægri til vinstri og síðan byrjar þú aftur frá byrjun þannig að þú hafir 13. lykkju í mynstri í lykkju númer41 á framstykki. Haltu nú áfram með afganginn af mynstrinu hinum megin við örina og byrjaðu aftur frá byrjun á mynsturteikningu, haltu áfram þar til þú hefur ekki fleiri lykkjur á framstykki.

Ef prjónað er í hring og sama mynstrið er bæði á framstykki og á bakstykki, haltu áfram alveg eins. Byrjaðu með sömu lykkju í mynstri eins og á framstykki, prjónaðu frá hægri til vinstri, alveg eins og á framstykki.

Ef prjónað er fram og til baka er byrjað frá röngu í næstu umf á mynstri, með lykkjuna ofan við þar sem endað var og prjónað samkvæmt mynsturteikningu frá vinstri til hægri.

Sjá sýnishorn þar sem þessi aðferð er notuð:
DROPS Extra 0-816 / DROPS Extra 0-817