Að nota 3 þræði saman með DROPS Melody

Ertu að leita eftir léttu og ofur mjúku garni, en finnur ekki neitt sem er nógu gróft? Prufaðu þá að sameina 3 þræði með DROPS Melody – fullkomið í næsta chunky verkefni!

Peysur, poncho, fullt af fylgihlutum – það er svo margt sem þú getur gert með þessum valmöguleika. Skoðaðu neðst á síðunni til að fá meiri innblástur!

Hvernig á að vinna með 3 þráðum DROPS Melody

Þú vindur saman 3 dokkur DROPS Melody í einn stóran hnykil. Það verður auðveldara að vinna með þræðina þegar þeir eru í einum og sama hnyklinum.

Prjónfesta með 3 þráðum DROPS Melody á prjón nr 15 verðu þannig:10 x 10 cm = 7 lykkjur x 8 umferðir.

Eins og þú getur séð frá myndunum þá er útkoman mjög mjúk – fullkomið fyrir hlý, kósí teppi og aðra fylgihluti! Veist þú nú þegar hvað þú ætlar að gera? Settu í athugasemda dálkinn þínar hugmyndir og innblástur fyrir okkur hin!

Mynstur innblástur