Hvernig á að hekla innkaupanet

Hekluð innkaupanet eru mjög vinsæl í augnablikinu! Hefur þú aldrei heklað áður? Við getum hjálpað þér! Hér finnur þú skref-fyrir-skref kennsluleiðbeiningar með því hvernig við heklum innkaupanetPacific Blue (DROPS 199-15), þannig að þú getur heklað þitt fyrsta (eða tíunda…) net.

Ertu með einhverjar spurningar? Skrifaðu spurninguna þína í athugasemdadálkinn hér, þá aðstoðum við þig!

Stærð: Heklaði ferningurinn mælist ca 74 x 74 cm áður en kanturinn og handföngin er heklað.

Handföng: ca 33 cm án kants (ca 43 cm með kanti).

ATH: Handföngin strekkjast við notkun á innkaupanetinu.

Efni:
DROPS Cotton Light frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
250 g litur 34, ljós gallabuxnablár

Heklunál: DROPS heklunál nr 4.

Heklfesta: 18 stuðlar á breidd og 9 umferðir á hæð = 10 x 10 cm með heklunál 4.

Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni heklunál.

Nú byrjum við!

Hér að neðan finnur þú alla mynsturteikninguna fyrir innkaupanetið sem við ætlum að hekla. Finnst þér erfitt að fylgja mynsturteikningunni? Ekki hafa áhyggjur, aðeins neðar þá sérðu leiðbeiningar skref-fyrir-skref með myndum sem sýna þér nákvæmlega hvernig á að gera.

STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá botni á tösku og út í ferning. Við útskýrum hverja umferð í mynsturteikningu A.1. Eftir þetta er afgangurinn af ferningnum heklaður, kantur og handföngin í hring. Fleiri upplýsingar með kennsluleiðbeiningum og myndböndum sérð þú neðst á síðunni.

Mynsturteikning

= Byrjið hér – þessar loftlykkjur (= 4 loftlykkjur + 1 keðjulykkja í fyrstu loftlykkju) eru útskýrðar í uppskrift. Haldið áfram frá tákni yfir punkti í hring og heklið til vinstri
= 1 loftlykkja (ef þaðeru fleiri loftlykkjur á eftir hverri annarri er talað um loftlykkjuboga)
= 6 loftlykkjur (loftlykkjubogi)
= 1 fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= 1 stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum (koma í stað fyrsta stuðul í umferð) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum (koma í stað síðasta stuðul í umferð) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= Umferðin byrjar með 1 loftlykkju (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju í umferð)
= Umferðin endar með 1 fastalykkju um fyrsta loftlykkjuboga í umferð
= Keðjulykkja

Eitt skref í einu

Hér er nánari útskýring a hvernig þú heklar eftir mynsturteikningu A.1. Rauðu örvarnar sýna heklstefnu.

Ertu nú þegar búin að hekla A.1? Smelltu þá hér til að fara beint áfram í skref nr 10 og þá getur þú haldið áfram með innkaupanetið þitt.

1) FERNINGUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 4 með Cotton Light og tengið í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju sem var hekluð.

2) 1. UMFERÐ: Haldið áfram hringinn með því að fylgja mynsturteikningu A.1, sjá útskýringu á táknum að ofan.

3) Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð.

4) 2. UMFERÐ: Haldið áfram hringinn með því að fylgja mynsturteikningu A.1.

5) Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð.

6) 3. UMFERÐ: Byrjið umferð með 1 loftlykkju (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju í umferð), haldið áfram með því að fylgja mynsturteikningu A.1.

7) Umferðin endar með 1 keðjulykkju um fyrsta loftlykkjuboga í umferð.

8) 4. UMFERÐ: Byrjið umferð með 6 loftlykkjum, haldið áfram með því að fylgja mynsturteikningu A.1.

9) Umferðin endar með 1 fastalykkju um fyrsta loftlykkjuboga í umferð.

10) Þegar allt A.1 hefur verið heklað til loka á hæðina er haldið áfram hringinn eins og útskýrt er í 2 síðustu umferðum í mynsturteikningu, þ.e.a.s. það verður 1 loftlykkjubogi fleiri hvoru megin við ferning í hverri umferð sem verður hekluð – MUNIÐ EFTIR HEKLFESTUNNI!

11) Þegar heklaðar hafa verið 28 umferðir frá loftlykkjuhring og út yfir eru 27 loftlykkjubogar meðfram hverri hlið + loftlykkjubogi í hverju horni, endið með 1 fastalykkju (stjarna) sem útskýrð er í A.1.

12) Eftir þetta eru heklaðar 6 loftlykkjur og 1 keðjulykkja í fyrsta af 4 stuðlunum á undan næsta horni.

13) Ferningurinn er nú tilbúinn og mælist ca 74 x 74 cm.

14)
KANTUR:
HEKLLEIÐBEININGAR-1: Leiðbeiningar sem standa á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti ef það stendur *-* í uppskrift.

HEKLLEIÐBEININGAR-2:
Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð.

1.UMFERÐ: * * Heklið 1 fastalykkju í hvern af fyrstu 4 stuðlum – sjá HEKLLEIÐBEININGAR-2, heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga í horni, 5 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga í horni, 1 fastalykkja í hvern af næstu 4 stuðlum.

15) Eftir það eru heklaðar 3 fastalykkjur um hvern af næstu 3 loftlykkjubogum.

16) Heklið síðan 1 fastalykkju um hvern af næstu 21 loftlykkjubogum.

17) Eftir þetta eru heklaðar 3 fastalykkjur um hvern af næstu 3 loftlykkjubogum *.

18) Heklið nú frá *-* (punktur 14-17) – Sjá HEKLLEIÐBEININGAR-1 – alls 4 sinnum í umferð (= 51 fastalykkja meðfram hverri hlið) og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð.

19) 2.UMFERÐ: * Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 6 lykkjum, heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga í horni, 5 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga í horni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 lykkjum.

20) Síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja af næstu 39 fastalykkjum *.

21) Eftir þetta er heklað frá *-* (punktur 19-20) alls 4 sinnum í umferð (= 55 fastalykkjur meðfram hverri hlið). Endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð.

22) 3.UMFERÐ: * Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 8 fastalykkjum, heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga í horni, 5 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga í horni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 8 fastalykkjum.

23) Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 39 fastalykkjum *.

24) Síðan er heklað frá *-* (punktur 22-23) alls 4 sinnum í umferð (= 59 fastalykkjur meðfram hverri hlið). Endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð.

25) Heklið nú handfang þannig:
4.UMFERÐ: Heklið 1 fastalykkju í hverja af 10 fyrstu lykkjum.

26) Síðan * heklið 3 fastalykkjur um loftlykkjuboga í horni, 60 lausar loftlykkjur fyrir handfang og hoppið yfir í næstu hlið á heklaða ferningnum/næsta loftlykkjuboga í næsta horni (passið uppá að loftlykkjuröðin snúi ekki uppá sig).

27) Heklið 3 fastalykkjur um loftlykkjuboga í horni.

28) Síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja fastalykkju fram að næsta horni *.

29) Heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar (punktur 26-28), en endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju frá byrjun á umferð.

30) 5.UMFERÐ: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju.

31) 6.UMFERÐ: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og festið enda.

32) Heklið nú eina umferð með fastalykkjum í gagnstæðri hlið á handfangi, þ.e.a.s. heklið í loftlykkjuröðina sem var hekluð fyrir handfang:
Festi þráðinn með 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð í eitt horn.

33) Haldið áfram að hekla 1 fastalykkju í hverja af 60 loftlykkjum sem heklaðar voru fyrir handfang, heklið 3 fastalykkjur um loftlykkju í horni.

34) Haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja lykkju fram að næsta horni, heklið 3 fastalykkjur um loftlykkju í horni, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð.

35) Klippið frá og festið enda vel. Endurtakið í kringum hitt handfangið.

Tilbúið!

Takk fyrir hekla með okkur þetta innkaupanet!

Okkur langar mjög mikið til að sjá hvernig útkoman var hjá þér. Deildu myndum af innkaupanetinu þínu með okkur á samfélagsmiðlum með því að merkja myndina þína með #dropsalong og #pacificbluebag svo að við getum séð!

Vantara þig aðstoð?

Ef þú þarft fleiri upplýsingar um mismunandi aðferðir, þá geta þessar kennsluleiðbeiningar og myndbönd aðstoðað þig: