Hvernig á að skipta út garni og efnismagni

Skipt um garn

1 þráð innan garnflokks:

Allt garnið okkar er spunnið þannig að það er með sama grófleika og passar fyrir sömu mynstur þar sem hægt er að skipta út garni í sama garnflokki Sjá garnflokkana okkar hér

Mismunandi garn er með mismunandi áferð.

Athugið vel: Þegar skipt er um garn, verður að einnig að jafna út metra lengdina því að (50 grömm = X metrar) er breytilegt frá dokku til dokku - sjá útreikninga að neðan



1 þráður til 2 eða fleiri þræðir:

DROPS garn er spunnið þannig að grófleiki þráðanna passar saman með hverjum öðrum
Með því að prjóna með fleiri þráðum frá einum garnflokki er auðveldlega hægt að finna mynstur sem tilheyra öðrum garnflokki (sjá garnflokka hér) eða sjá tillögurnar okkar um skiptingu (sjá tillögur um garnsamsetningar hér).

Athugið vel: Þegar skipt er um garn, verður einnig að jafna út metra lengdina því að (50 grömm = X metrar) er breytilegt frá dokku til dokku- sjá útreikninga að neðan

Hér er listi fyrir garn sem auðveldlega er hægt að skipta út innan garnflokka:

Garnflokkur A 2 þræðir = 1 þráður Garnflokkur C
Garnflokkur A 3 þræðir = 1 þráður Garnflokkur D
Garnflokkur A 4 þræðir = 1 þráður Garnflokkur E
Garnflokkur A 8 þræðir = 1 þráður Garnflokkur F
Garnflokkur B 2 þræðir = 1 þráður Garnflokkur D
Garnflokkur C 2 þræðir = 1 þráður Garnflokkur E
Garnflokkur C 4 þræðir = 1 þráður Garnflokkur F
Garnflokkur E 2 þræðir = 1 þráður Garnflokkur F

Í DROPS mynstrum er þetta skrifað þannig: A + A = C



1 þráð fyrir 1 annan þráð:

Þar sem hægt er að prjóna með garni með sömu prjónfestu er auðvelt að skipta.

Þú verður að fylgja uppgefinni prjónfestu sem stendur í mynstrinu – Mundu að uppgefin prjónastærð er einungs til leiðbeiningar, skiptu yfir í þá prjónastærð sem þarf. Nánari upplýsingar um prjónfestu getur þú séð hér

Athugið vel: Þegar skipt er um garn, verður einnig að jafna út metra lengdina því að (50 grömm = X metrar) er breytilegt frá dokku til dokku - sjá útreikninga að neðan



Efnismagn er ákvarðað við skipti af

1 þræði fyrir 1 þráð

Athugið vel: Þegar skipt er um garn, verður einnig að jafna út metra lengdina því að (50 grömm = X metrar) er breytilegt frá dokku til dokku – sjá útreikninga að neðan:

Í mynstrinu þarf 300 grömm Garn-X
Við notum fjölda notaða metra til að endurreikna:


Garn-X: 50 grömm = 170 metrar
Þetta jafngildir: 6 dokkur sinnum 170 metrar = 1020 metrar

Garn-Y: 50 grömm = 150 metrar


fjöldi metra frá Garni-X = 1020 metrar
deilt með fjölda metra frá Garni-Y = 6,8 dokkur


Niðurstaða:
7 dokkur = 350 grömm með Garni-Y
er skipt út fyrir
6 dokkur = 300 grömm með Garni-X.

Vantar þig aðstoð við útreikninga ? Prófaðu garnreikninn okkar!

1 þráður fyrir 2 þræði með sömu metra lengd

Svona er efnismagn reiknað út frá t.d. 1 þræði DROPS Snow (frá garnflokki E) yfir í 2 þræði DROPS Air (frá garnflokki C) - sjá útreikninga að neðan:

Í mynstrinu er gefið upp 1150 grömm DROPS Snow.
Við notum fjölda notaðra metra til útreikninga:


DROPS Snow: 50 grömm = 50 metrar
Þetta jafngildir: 23 dokkur sinnum 50 metrar = 1150 metrar

DROPS Air: 50 grömm = ca 150 metrar


fjöldi metra frá DROPS Snow = 1150 metrar
deilt með
fjölda metra frá DROPS Air = 7,67 dokkur

Þegar unnið er með 2 þræði í stað 1 þráðar þá þarf að margfalda fjölda dokka með 2: 7,67 x 2 = 16 dokkur


Niðurstaða:
1150 grömm DROPS Snow
er skipt út fyrir
800 grömm DROPS Air

Vantar þig aðstoð með útreikninga ? Prófaðu garnreikninn okkar!

2 þræðir með sitt hvorum lengdar metra skipt yfir í 1 þráð

Svona eru útreikningar þegar mynstur með 2 þráðum Silk er prjónað með 1 þræði.
Dæmi: 1 þráður DROPS BabyAlpaca Silk (frá garnflokki A) og 1 þræði DROPS Kid-Silk (frá garnflokki A)
Langar að skipta út fyrir:
1 þráð DROPS AIR (frá garnflokki C)

Í mynstrinu er gefið upp:
300 grömm DROPS BabyAlpaca-Silk og 125 grömm DROPS Kid-Silk
(= 2 þræðir frá garnflokki A)

Endurreiknað til:
1 þráð DROPS Air (garnflokkur C)
Við notum fjölda metra til útreikninga:


DROPS BabyAlpaca-Silk: 50 grömm = 167 metrar
Þetta jafngildir: 6 dokkur sinnum 167 metrar = 1002 metrar

DROPS Kid-Silk: 25 grömm = 200 metrar
Þetta jafngildir: 5 dokkur sinnum 200 metrar = 1000 metrar

Tillaga að nýju garni:
DROPS AIR: 50 grömm = 150 metrar


Miðaðu út frá garninu sem er með stysta fjölda metra = 1000 metrar
Deilt með fjölda metra frá DROPS Air:
1000 metrar deilt með 150 metrar = 6,7 dokkur jafngilda 7 dokkum


Niðurstaða:
300 grömm DROPS BabyAlpaca-Silk
125 grömm DROPS Kid-Silk
Er skipt út fyrir:
350 grömm DROPS Air