Vísbending #7 - Vorið er komið!

Í þessari viku heklum við 14 litla ferninga með kúlum í miðju. Við höfum heklað þessar flottu kúlur áður, svo þetta verður auðvelt. Ef þú manst hvernig á að gera, þá getur þú bara byrjað og farið neðst í mynsturteikningu á uppskriftinni, þar finnur þú einnig myndband ef þig vantar aðstoð.

Litir

Vísbending #7 samanstendur af 5 umferðum sem við heklum eftir mynsturteikningu A.5 í eftirfarandi litum:

UPPFITJUN + 1. UMFERÐ: fjólublár
2. UMFERÐ: bleikur
3. UMFERÐ: fjólublár
4.-5. UMFERÐ: hvítur

LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI:
Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með fjólubláum, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

1. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, 6 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá umferð, jafnframt er skipt yfir í bleikan, ekki klippa fjólubláa þráðinn frá. Lesið LITASKIPTI að neðan.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

2. OMG:
Heklið «KÚLA Í BYRJUN Á UMFERл þannig: 3 loftlykkjur (jafngildir 1. stuðli), heklið 3 stuðla í 1. fastalykkju, sleppið lykkjunni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn framan við 3. loftlykkju, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið bandið í gegnum lykkjuna á heklunálinni.

Heklið * 3 loftlykkjur, heklið «KÚLA» þannig: Heklið 4 stuðla í næstu lykkju, sleppið lykkjunni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn fyrir framan toppinn á 1. stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið bandið í gegnum lykkjuna á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 5 sinnum alls.

Heklið 3 loftlykkjur og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í fjólubláan, klippið bleika þráðinn frá (= 6 kúlur og 6 loftlykkjubogar í umferð).

3. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið 4 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga umferðina hringinn (= 24 fastalykkjur).

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í hvítt, klippið fjólubláa þráðinn frá.

4. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðul).

Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið 5 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar.

5. UMFERÐ:
Haldið áfram með hvítt, heklið 1 loftlykkju.

Heklið * 1 fastalykkju í 3. loftlykkju/stuðul frá fyrri umferð, 3 fastalykkjur um 5-loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 fastalykkjur um sama 5-loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 4 fastalykkjur um 2-loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda.

Tilbúið!

Nú höfum við lokið við einn ferning A.5 sem á að mælast 8 x 8 cm.

Heklið 14 ferninga í sömu litasamsetningu:

Öll mynsturteikning fyrir vísbendingu #7

= 4 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
= loftlykkja
= keðjulykkja í/um lykkju
= fastalykkja um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= fastalykkja í lykkju
= stuðull í lykkju
= KÚLA Í BYRJUN Á UMFERÐ: 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), heklið 3 stuðla í 1. fastalykkju, sleppið lykkjunni niður frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn fyrir framan 3. loftlykkju, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið í gegnum lykkjuna á heklunálinni
= KÚLA: Heklið 4 stuðla í sömu lykkju, sleppið heklunálinni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn fyrir framan toppinn á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið bandið í gegnum lykkjuna á heklunálinni.
= 3 loftlykkjur
= 5 loftlykkjur

Myndbönd

Í þessu myndbandi sýnum við hvernig hægt er að festa enda jafnóðum og heklað er, þannig að maður sleppur við að festa þá í lokin. Munið bara að bandið sem heklað er utan um, verður að vera nægilega langt. Ekki hentar alltaf að hekla utan um þráðinn, þá verður að festa enda í lokin eins áður (sjá t.d. í 5. umferð, tími: 09:55-12:03 og 16:50-17:23).

Vantar þig aðstoð við hekl aðferðirnar? Skoðaðu myndbandið fyrir vísbendingu #4.

Athugasemdir (27)

Jannie Hansen wrote:

Hej Lis.Ja det er en STOR skuffelse !! Det er ikke sjovt at skulle hækle 24 små firkanter uden nogen form for udfordring ud over de ser tåbeligt ud . Heldigvis er jeg i gang med tæppet fra sidste år som er udfordrende og bliver et flot brugbart tæppe. Så Lis hvis ikke du var med sidste år , så kan jeg varmt anbefale Meadow tæppet ;-))

12.04.2017 - 15:01

Kirsten Hansen wrote:

Jeg er helt enig med Lis Østvang. Jeg stoppede også med at hækle de grimme firkanter - jeg er også skuffet

12.04.2017 - 13:55

Nanna wrote:

Undre mig over at det da ligner det fra sidste uge til forveksling? Eneste forskel er antallet?! Men ellers tak for sjovt, og noget uforudsigeligt tæppe 😊

12.04.2017 - 13:55

DROPS Design answered:

Hej Nanna, Selv tak og fortsat god fornøjelse!

19.04.2017 - 10:46

Ella Grønvold wrote:

Er ikke det samme som forrige uke. Heklet ikke bobler da.

12.04.2017 - 12:59

Lis Østvang wrote:

Hej Jannie Hansen. Du er bestemt ikke den eneste, der er dybt skuffet. Allerede efter ledetråd #2 stoppede jeg og smed de grimme firkanter ud. På billedet på forsiden er der hæklet fine striber i forskellige smukke farver. Da jeg troede, at det var et udsnit af tæppet, købte jeg garn og glædede mig til at hækle et fint og varmt tæppe. At der skulle hækles en masse firkanter med store huller i, havde jeg ikke forventet. Det er umådeligt grimt og vil ikke kunne varme ret meget.

12.04.2017 - 12:39

Jannie Hansen wrote:

Det er da akkurat den samme som i sidste uge........hvad sker der lige ?? DET må være en fejl , ellers kunne i godt ha` skrevet 24 i sidste uge , synes det her er ved at udvikle sig til noget jeg ikke har lyst til at fortsætte. Håber virkelig på svar om det fortsætter på denne kedelige måde ? ER bare så skuffet ;(

12.04.2017 - 11:11

DROPS Design answered:

Hej Jannie, nej nu er du færdig med dem, så nu kommer der nogle andre opgaver. God fornøjelse!

19.04.2017 - 10:45

Elisabeth Sass wrote:

Jeg har købt en anden farve pakke end den i opskriften til denne Cal. Farverne har jeg uden at vide bedre byttet således; Hvid - Beige Lyseblå - Rosa Lys Jeansblå - lys blå Syren - mørk blå Lys syren - lys grå lyng - mørk grå Jeg er lidt ked af at farven rosa ikke er kommet mere i spil og at blomsterne er grå og blå. Jeg er bekymret for om den rosa farve kun skal bruges til kanten, eller om jeg kan bruge den til blomsten i 7 ledetråd. Vil der være garn nok til det?

12.04.2017 - 10:38

DROPS Design answered:

Hej Elisabeth, du må gerne bytte farverne ud, du kan lave blomsterne rosa om du vil det, men da er det så muligt at du skal vælge en af de andre farver til kanten når vi kommer så langt. Det er umuligt for os at sige om der er nok til begge dele hvis man skifter farverne ud, men det gør ikke så meget så længe farverne passer sammen. God fornøjelse!

19.04.2017 - 10:55

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.