Vísbending #8 - Gleym-mér-ei

Nú er kominn tími til að hekla aftur litla ferninga – og nú er ekkert leyndarmál hvernig við förum að því við höfum heklað þessa í vísbendingu #3. Munurinn er sá að nú heklum við 28 ferninga í tveimur litasamsetningum.

Ertu orðin CAL sérfræðingur? Þá getur þú hoppað yfir myndirnar og farið beint inn í mynsturteikningu (eða myndband) neðst á síðunni.

Litir

Við heklum 4 umferðir af ferning A.4B í eftirfarandi litum:

UMFERÐ + 1.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
2.-3.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
4.UMFERÐ: 01 hvitur

Nú er bara að byrja!

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með ljós gallabuxnabláum, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

1.UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju (jafngildir 1. fastalykkju).

Heklið * 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um hringinn *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um hringinn og endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

Heklið 1 keðjulykkju um 1. loftlykkjuboga jafnframt er skipt yfir í ljós þveginn, lesið LITASKIPTI að neðan. Klippið frá ljós gallabuxnabláa þráðinn.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

2.UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 1 stuðul um 1. loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.

Heklið * 2 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar.

3.UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju um 1. loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.

Heklið * 3 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í hvítt. Klippið frá ljós þvegna litinn.

4. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, lesið LEIÐBEININGAR að neðan.

LEIÐBEININGAR:
Umferðin byrjar með 1 loftlykkju fyrir fyrstu fastalykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju).

Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 3 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hverja af 3 næstu lykkjum, 2 hálfa stuðla í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda!

Tilbúið!

Nú höfum við lokið við ferning A.4B, sem á að vera 8 x 8 cm.

Heklið 14 svona ferninga í sömu litasamsetningu og þú sérð hér:

Nú er bara eftir að hekla 14 st í annarri litasamsetningu (eins og þú sérð á mynd að neðan).

UPPFITJUN +1. UMFERÐ: ljós fjólublár
2.-3.UMFERÐ: fjólublár
4.UMFERÐ: hvitur

Allt mynstur fyrir vísbendingu #8

= 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
= loftlykkja
= keðjulykkja í/um lykkju
= fastalykkja um loftlykkjuboga/loftlykkjuhring
= fastalykkja í lykkju
= stuðul um loftlykkjuboga
= 1 hálfur stuðull í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð

Myndband

Vantar þig aðstoð við hekl aðferðirnar? Skoðaðu myndbandið fyrir vísbendingu #3.

Athugasemdir (25)

Tina Madsen wrote:

Tæppet er jo flot nok, men for Søren da, jeg synes det er kedeligt med alle de små ens firkanter igen og igen.

20.04.2017 - 15:30

DROPS Design answered:

Hej Tina, Du kan gøre det at du venter et par uger til du kan se hvordan vi sætter ruderne sammen og så vælge du selv hvilke ruder og farver du vil lave flere af. Vi lover at tæppet bliver rigtig flot når det bliver sat sammen. Venlige hilsner DROPS Design

20.04.2017 - 16:05

Helle Klink wrote:

Jeg syntes det er kedeligt at lave det samme og syntes at det var klart bedre sidste år 😕

20.04.2017 - 15:21

DROPS Design answered:

Hej Helle, Vi noterer alle ønsker og synspunkter, da vores mål altid er at gøre så mange som mulig tilfreds med det vi laver. Venlige hilsner fra DROPS Design

20.04.2017 - 16:07

Helena wrote:

Den här calen suger ju! Man kan tro att det är ett skämt att ledtrådarna alltid är samma, dessutom är väl alla less på dessa smårutor nu och en glesare filt är det väl ingen som sett? Massor med hål kommer inte värma direkt!

20.04.2017 - 14:56

Nanna wrote:

Må indrømme at jeg er ved at blive skuffet over dette tæppe, som ellers startede så godt. Jeg lærte at hækle sidste år ved det første cal tæppe, og har haft glædet mig rigtig meget til dette tæppe. Men hvorfor skal vi hele tiden lave det samme? Jeg har valgt nogle helt andre farvekombinationer, og jeg er sikker på at tæppet nok skal blive flot, men må som sagt indrømme at jeg er godt skuffet over at ledetråden går igen, og igen og igen.

20.04.2017 - 14:40

DROPS Design answered:

Hej Nanna, hvis du ikke kan holde ud at lave samme ruder igen, så lav nogle at de andre i samme størrelse. Eller så venter du et par uger til du kan se hvordan vi sætter ruderne sammen og så vælge du selv hvilke ruder og farver du vil lave flere af. Vi lover at tæppet bliver rigtig flot når det bliver sat sammen. Vi håber du kommer over skuffelsen, vi kan love at det ikke er vores mening at gøre vores kunder skuffede! Venlige hilsner DROPS Design

20.04.2017 - 16:04

Nuria wrote:

Hola, ¿Podríais hacer sugerencias u opciones para hacer la manta de un tamaño mayor? (por ejemplo, repetir una pista u otra...) Muchas gracias. Hello, Could you make suggestions or options to make the blanket bigger? (For example, repeat one clue or another ...) Thank you very much.

20.04.2017 - 14:27

DROPS Design answered:

Hola Nuria. Este Cal, como el anterior, es una manta misteriosa. No tenemos el patrón completo hasta el último momento Te recomiendo esperar un poco hasta que salgan más pistas y tengamos una visión de la manta más completa.

22.04.2017 - 13:13

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.