Vísbending #13 - Málið er leyst!

Nú er komið að síðustu vísbendingunni í CAL Mystery blanket og þegar þú hefur lokið við að hekla tvær síðustu umferðirnar ertu komin með teppi tilbúið til notkunar – og ráðgátan er leyst! Takk fyrir að hafa verið með okkur og deilt athugasemdum þínum og árangri með okkur. Nú þegar er okkur farið að hlakka til næsta ráðgátuverkefnis!

Ertu nú þegar orðin CAL sérfræðingur? Þá getur þú hoppað yfir myndirnar og farið beint í mynsturteikningu (eða myndbönd) neðst á síðunni.

Litir

Við notuðum þessa liti í 2 síðustu vísbendingarnar:

1. UMFERÐ: 05 ljós þveginn
2. UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár

Síðasta vísbendingin!

1. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hverja af næstu 2 stuðlum, 1 keðjulykkja um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, lesið HEKLLEIÐBEININGAR að neðan, 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur (horn), 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsta stuðul í byrjun umferðar er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju.

Nú er heklað meðfram allri langhliðinni þannig: 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, heklið 1 stuðul í næstu lykkju, en passið uppá að það verði 62 loftlykkjubogar meðfram langhliðinni og að endað sé með 2 loftlykkjum, hoppið yfir 2 lykkjur.

HORN:
Heklið 3 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið 1. Skammhlið eins og 1. Langhlið, en passið uppá að það verða 48 loftlykkjubogar meðfram skammhlið og að endað sé með 2 loftlykkjum, hoppið yfir 2 lykkjur. Eftir það eru hekluð horn, næsta langhlið og skammhlið eins og útskýrt er að ofan.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið HEKLLEIÐBEININGAR að ofan, ekki klippa frá.

2. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hverja af 2 næstu stuðlum, 1 keðjulykkja um næsta loftlykkjuboga, jafnframt er skipt yfir í ljós gallabuxnabláan, lesið LITASKIPTI að neðan, klippið frá ljós þvegna þráðinn. Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (horn), 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

Hoppið yfir 2 lykkjur og heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur og í næstu lykkju er heklað þannig: * 3 stuðlar, 1 loftlykkja og 3 stuðlar, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur *, endurtakið frá *-* alla hliðina þannig að það verða 31 sólfjaðrir meðfram langhlið.

HORN:
Heklið 3 stuðla í loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga.

Heklið 1. Skammhlið eins og 1. Langhlið þannig að það verða 24 sólfjaðrir meðfram skammhlið.

Eftir þetta eru hornin hekluð, næsta langhlið og skammhlið eins og útskýrt er að ofan.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, klippið frá og festið alla enda.

Tilbúið!

Teppið á nú að mælast ca. 115 x 90 cm.

Við vonumst til að þú hafir haft eins gaman af að hekla þetta teppi og okkur! Ekki gleyma að senda okkur myndir af teppinu þínu til Spring Lane galleriet!

Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu#8

= keðjulykkja í/um lykkju
= loftlykkja
= stuðull um loftlykkjuboga
= fastalykkja í lykkju
= stuðull í lykkju

Myndbönd

Athugasemdir (26)

Olga wrote:

Cuando se empezó la manta ponía que mediria 125x95,ahora veo que queda más pequeña,es por haber quitado alguna de las pistas?Yo voy algo más retrasada y no voy controlando las medidas..Gracias.

24.05.2017 - 15:38

DROPS Design answered:

Hola Olga. El tamaño final de la manga depende en primer lugar de la tensión del tejido. Si lo tienes más prieto que lo recomendado los cuadrados te van a salir más pequeños y el tamaño final también. En ese caso tendrías que trabajar unos cuadrados adicionales.

11.06.2017 - 16:40

Linda wrote:

Hei😊 Nå er jeg nesten ferdig med aller siste omgang, men lurer på en ting. Jeg har heklet sammen alt som det står, men sitter igjen med 2 firkanter fra hint nr 4. De kan jeg ikke se skal brukes noen steder. Er det bare meg som ikke finner ut av hvor de skal være, eller er det en feil en plass?

24.05.2017 - 13:32

DROPS Design answered:

Hej Linda, hint nr 4 er kun første del af de to store ruder, som du bliver klar med i hint nr 5.

24.05.2017 - 14:53

FreyCor wrote:

An dieser Stelle ein ganz dickes Dankeschön und Kompliment an die Menschen von Drops für dieses CAL- Mystery.\r\nEs macht viel Spaß (ich hinke leider etwas hinterher).

24.05.2017 - 12:15

Esther Sansinforiano wrote:

Aunque voy con un par de pistas de retraso, decir que me ha encantado la manta! Espero poder volver a hacer otro CAL con vosotros. Enhorabuena por el trabajo y muchas gracias por darnos la oportunidad de compartirlo con vosotros. Hasta otra, espero que pronto!!!

24.05.2017 - 11:42

Ana wrote:

Quisiera dar las gracias a Drops por esta maravillosa manta, para mi gusto incluso mas bonita que la del año pasado, animaros para que continueis ofreciendonos cals como este, esperando impaciente al proximo cal. Gracias

24.05.2017 - 11:19

Marta Ullod wrote:

Quisiera saber cuánto tiempo estarán las pistas publicadas en la web. Yo acabo de empezarla y no querría quedarme a medias. Gracias y felicidades, es preciosa!

24.05.2017 - 10:59

DROPS Design answered:

Hola Marta, las pistas quedarán online - no pensamos quitarlas :) Así que no te preocupes!

24.05.2017 - 11:30

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.