Hvernig á að fylgja DROPS mynstri

Er þetta í fyrsta skipti sem þú vinnur með DROPS mynstur og áttu í vandræðum með að skilja hvað þú átt að gera fyrst? Lestu þá yfir þessar leiðbeiningar þar sem við sýnum þér hvernig á að fylgja einu af mynstrunum okkar.

Fyrsta skrefið er að velja hvaða mynstur þú vilt gera.

Ertu byrjandi? Þá er góð hugmynd að velja auðvelt mynstur fyrir fyrsta verkefnið. Við höfum valið par af tátiljum, Side Step (DROPS Extra 0-1279) sem dæmi fyrir þessar leiðbeiningar, en þú getur fundið önnur einföld mynstur sem er góð byrjun fyrir byrjendur neðst á síðunni.

Öll mynstrin á síðunni okkar hafa DROPS númer, lýsandi titil, merki sem vísa þér á skyld mynstur og í flestum tilvikum nafn - en ef nafnið vantar skaltu ekki hika við að stinga upp á einu!

Ef þú hefur nú þegar fundið mynstur sem þig langar til að gera, þá er næsta skref að velja hvaða stærð þig langar að gera og hvaða garn þú vilt nota.

Til að gera þetta þá muntu fara í næsta hluta mynstursins (sem kemur á eftir mynsturs myndum í farsíma). Í þessum kafla er að finna upplýsingar um garnflokk mynsturs, númer mynsturs, stærðirnar sem til eru, magnið af garni sem þú þarft fyrir hverja stærð og hvaða prjóna/heklunál til að nota.


DROPS design: Mynstur no de-121
Garnflokkur A + A + A + A eða C + C eða E

Ef þú ert þegar farinn að hugsa um að nota annað garn en það sem lagt er upp með í mynstrinu, er auðveldast að velja annað garn sem tilheyrir sama garnflokki. Lestu um DROPS garnflokka hér.

Þú getur líka auðveldlega skipt út garninu með því að nota garnbreytinn okkar, leitaðu bara að þessum texta á mynstrinu þínu:

„Viltu nota annað garn? Prófaðu garnabreytinn okkar! “


Stærð

Ef um tátiljur er að ræða, þá finnur þú 2 línur af samsvarandi stærð, skóstærð og fótlengd (í cm). Veldu stærðina sem þú vilt gera og merktu þessa stærð með lituðu merki í öllu mynstrinu. Við höfum valið fyrir þetta dæmi stærð 35/37.

Stærð: 29/31 - 32/34 - 35/37 - 38/40 - 41/43 - 44/46
Fótlengd: 17 - 19 - 21 - 23 - 26 - 29 cm

Undir stærðum finnur þú efnið. Hér finnur þú nafn garnsins sem er notað í mynstrinu og magn garns í grömmum sem þú þarft (fyrir hvern lit sem notaður er í mynstrinu). Stundum - eins og í þessu mynstri - sérð þú tillögur að valkostum að öðru garni og litum, það sérðu neðar í

Eða notið:

Við höfum valið stærð 35/37 og það þýðir að við munum þurfa þriðja magn hvers litar, talið frá vinstri.


Efni:
DROPS DELIGHT frá Garnstudio
100-100- 100 -100-100-150 g litur nr 12, regnbogi
Eða notið:
100-100- 100 -100-100-150 g litur nr 17, hindberjakaka
Eða notið:
50-50- 50 -50-50-100 g litur nr 08, grænn/beige
50-50- 50 -50-50-100 g litur nr 07, beige/blár

Til að ganga úr skugga um að þú fáir sama mál og gefið er upp í mynstrinu er mikilvægt að prjónfestan þín samsvari prjónfestu sem lýst er í textanum!

Við mælum því með því að gera alltaf lítið sýnishorn/prufu - Í þessu mynstri þarftu 14 prjónaðar lykkjur til að gefa þér breiddina 10 cm með 4 þráðum af DROPS Delight. Þú finnur þessar upplýsingar ásamt ráðlögðum prjónum/heklunál.

DROPS PRJÓNAR STÆRÐ 5.5 mm – eða þá stærð sem þarf til að 14 lykkjur í garðaprjóni með 4 þráðum verði 10 cm á breidd.


Við byrjum öll mynstrin okkar með því að útskýra allar mismunandi aðferðir sem nota á í mynstrinu.

Þegar þú ferð neðst í mynstrin okkar þá finnur þú fjölda kennslumyndbanda og kennsluleiðbeininga með þessum aðferðum; það er auðvelt að fylgja þeim og gagnlegt þegar þú ert óviss um hvernig á að gera ákveðna hluti.

-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
LITAVALMÖGULEIKI:
Notið 4 þræði regnbogi eða 4 þræði hindberjaterta eða 2 þræði grænn/beige + 2 þræðir beige/blár (= 4 þræðir).
ATH: Notið þráðinn bæði innan úr dokkunni og utan með dokkunni.
PRJÓNALEIÐBEININGAR:
Herðið vel á þræði þegar 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman, svo að það myndist ekki stór göt.


Síðan förum við í það hvar við byrjum að vinna að mynstrinu.

-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TÁTILJA:

Fyrst gefum við nokkrar upplýsingar um hvernig á að byrja verkið og í hvaða átt á að vinna!

Stykkið er prjónað fram og til baka frá hæl og að tá.

Nú erum við tilbúin að byrja. Við byrjum alltaf á því að fitja upp þeim fjölda lykkja sem þarf fyrir valda stærð (leitaðu að tölunum sem eru merktar með breiðu letri).

Fitjið upp 23-23- 27 -27-29-29 lykkjur á prjón stærð 5.5 mm með 4 þráðum Delight – sjá LITAVALMÖGULEIKI (skiljið eftir ca 20 cm langan enda, hann er notaður fyrir frágang).
Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, þar til stykkið mælist 13½-15½- 17½ -19½-22½-25½ cm

Ef þú hefur gleymt því hvernig á að gera GARÐAPRJÓN , skaltu fara aftur efst og fylgja útskýringu á GARÐAPRJÓN undir UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR.

Þó að þú hafir gert prufu, þá er alltaf gott að athuga prjónfestuna á meðan þú prjónar, þá ertu viss um að fá rétta stærð – þess vegna segjum við;

- ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, prjónið síðan lykkjur tvær og tvær slétt saman = 12-12--14-14-15-15 lykkjur – LESIÐ PRJÓNALEIÐBEININGAR! Prjónið 3 umferðir slétt.
Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: * prjónið 4-4-5-5-3-3 lykkjur slétt, næstu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman *, endurtakið frá *-* alls 2-2-2-2-3-3 sinnum = 10-10-12-12-12-12 lykkjur á prjóni.

Þegar við notum * - * í textanum, vinnið allt sem skrifað hefur verið á milli stjarnanna, endurtakið þetta eins oft og tekið er fram í mynstrinu. Hér prjónaðir þú 5 lykkjur, næstu 2 lykkjur eru prjónaðar saman, síðan prjónaðir þú 5 lykkjur og prjónaðir að lokum 2 lykkjur aftur saman. Þannig hefur þú fækkað um 2 lykkjur og átt 12 lykkjur eftir.

Prjónið 1 umferð slétt.
Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman tvær og tvær = 5-5-6-6-6-6 lykkjur.
Stykkið mælist ca 17-19-21-23-26-29 cm. Klippið frá (látið endann vera ca 20 cm langan, hann er notaður fyrir frágang) og dragið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að.

Að lokum þá gerum við fráganginn á tátiljunum.

FRÁGANGUR:
Brjótið uppfitjunarkantinn saman tvöfaldan og saumið saman við miðju að aftan. Saumið saman kant í kant frá tá og upp aðeins yfir 1/3 á tátilju. Saumið í ystu lykkju svo að saumurinn verði ekki of þykkur.


Með því að fara neðst í mynstrið þá finnur þú kaflann okkar um hvernig við getum aðstoðað þig. Hér finnur þú upplýsingar um allt; hvernig á að fitja upp, hvernig á að prjóna lykkjur, fækka lykkjum, fella af, gera frágang á tátiljunum og margt fleira. Þú finnur líka lista yfir algengar spurningar (FAQ) og form til að skrifa þínar eigin. Vonandi að þetta hafi hjálpað þér að skilja uppbyggingu DROPS mynsturs. Ef þú prjónar eða heklar eitthvað af okkar hönnun þá viljum við gjarna að þú sendir okkur það í #dropsfan gallery!

Innblástur fyrir byrjendur


Sjá fleiri mynstur fyrir byrjendur hér

Athugasemdir (71)

Rene wrote:

Could I knit baby socks on two needles

26.09.2020 - 14:32:

DROPS Design answered:

Dear Rene, we do have some socks/booties for babies worked with 2 needles - you will find them among the socks patterns; Happy knitting!

28.09.2020 - 11:38:

Toril Bruvik wrote:

Hei. Jeg strikker Valdres genser modell u-861, og er kommet til mønster A.3, hvor jeg skal begynne å felle. Dette er nok felling under armene, men skal strikke sammen raglan etter at det mønsteret er ferdig. Feller man 2 masker sammen, eller feller vi de rett av slik at resten av mønsteret må strikkes fram og tilbake. Jeg skal felle 4 masker, strikke 125, felle 7 masker og strikke 125 og felle 3?

17.09.2020 - 17:27:

DROPS Design answered:

Hej Toril. Du feller de rett av som det står i oppskriften. Sedan stickar du ärmarna, som du senare setter på samma rundsticka där du fellde maskor. På så sätt kan du fortsätta att sticka runt när ärmarna är på plats. Mvh DROPS Design

18.09.2020 - 09:46:

Kirsten Jensen wrote:

ØHjælp,ripplings Rosa jakke. Skal man begynde med diagrammerne fra højre. Pind 2, hvordan skal den strikkes tilbage? Der er opgivet, hvad man skal på nogle af diagrammerne, men er det da vrang, der strikkes på pinden tilbage? Og hvad betyder A1a og A3a oppe over. Jeg synes,at jakken ser fantastisk ud og vil gerne udfordre mig lidt.

11.09.2020 - 17:34:

DROPS Design answered:

Hei. Ja, du starter med diagrammene nederst til høyre. 1.pinne blir da 1.pinne fra retten og 1.rad i diagrammene. Når du strikker frem og tilbake blir 1.pinne fra vrangen 2.rad i diagrammet, og da strikker du fra venstre side. Les diagramforklaringen hvordan ikonene strikkes (forskjell fra om du strikker fra retten eller vrangen). Når du har strikket diagram A.1, A.3 og A.4 1 gang i høyden, skal disse diagrammene gjentas i høyden, men da bare det som er markert med klammen, alså A.1a, A.3a og A.4a. Slik at de 2 første radene i diagrammene strikkes kun i begynnelsen av jakken. God Fornøyelse!

14.09.2020 - 07:55:

Trine wrote:

Hej, jeg er igang med at strikke Frosted Cathedral 206-23. Jeg har fulgt opskriften og har lavet udtagninger til raglan og har også fået 8 masker mere. Mit spørgsmål kommer fordi at jeg ender med 4 masker for meget, og jeg er kommet frem til at det er fordi at jeg har lavet 2 udtagninger på ryg og på forstykket som det står i diagram A.2a at man skal den første pind i mønsteret. Hvad har jeg gjort forkert? VH Trine

21.08.2020 - 21:44:

DROPS Design answered:

Hei Trine. Hvilken størrelse strikker du ? Når du strikker 1. omgang er det både økning i diagram A.2a og økninger som er forklart i teksten. Om du f.eks strikker i str S har du 44 masker etter halskanten og etter 1. økning har du 56 masker (økninger både i diagram og tekst). Etter totalt 11 økninger har du 136 maske. mbh DROPS design

31.08.2020 - 11:16:

Denise Corbett wrote:

Hi there - I am knitting the Winter Delight jacket. When knitting right side rows, I am following the pattern charts from right to left. When knitting wrong side rows, do I follow the pattern charts from left to right or are all rows - right and wrong side - knit from R to L? Thanks

18.08.2020 - 21:35:

DROPS Design answered:

Dear Mrs Corbett, From RS read diagrams fom the right towards the left and from WS read diagrams from the left towards the right - this lesson explains more about diagrams - Happy knitting!

19.08.2020 - 08:32:

MARTINE SANS wrote:

Hello ? Have you an help to choose our model according to dimensions ? For example what means TAILLE L which size ? Thanks for you website ! Rgds

10.08.2020 - 08:38:

DROPS Design answered:

Dear Mrs Sans, measure a similar garment you have and like the shape and compare these measurments to those in the chart to find out the matching size - read more about sizing and charts here. Happy knitting!

10.08.2020 - 13:08:

Angela Charles wrote:

Hello, I am just starting the Quartier Latin jumper . For =single crochet in stitch= Is it right that you pick up just the front loop ( as it doesn't specify FLO or BLO) of the stitch? But please can you tell me what = single crochet around chain stitch= means? Is it fpsc? Or just picking up both loops of the stitch? With the =3 double crochets in stitch=, I assume this means a 3DC cluster? But what is =3 double crochets together around chain stitch/chain space?

01.08.2020 - 20:07:

DROPS Design answered:

Dear Mrs Charles, in this pattern you crochet all stitches as usual, ie under both loops and not only in front or in back loop of sts. This video shows how to crochet in or around a stitch. 3 double crochets together = work 3 double crochet without making last yarn over/pull throught, work one more dc and on last yo pull through all loops (= see video above for "around a stitch". Happy knitting!

03.08.2020 - 09:02:

Dorthe Johansen wrote:

Hej, jeg har fundet en skøn sweater på Pinterest, men jeg kan ikke finde den på jeres hjemmeside, måske kan i hjælpe. Den er mellemblå, muligvis lavet af kid-silk, med hulmønster i , jeg har et billede af den med jeres logo, men der er ikke mulighed for at sende den her. Måske er det en af de nye som ikke er stemt ind?

23.06.2020 - 22:30:

DROPS Design answered:

Hej Dorthe. Kan det kanske vara en av dessa? Annars kan det vara en från den nya kollektionen som inte finns oppskrift på ännu. Mvh DROPS Design

26.06.2020 - 13:53:

Astrid Hediger wrote:

Meine Lieblingsmodelle werden in englischer Sprache angezeit. Spreche deutsch. Was habe ich falsches gemacht.

19.06.2020 - 18:05:

DROPS Design answered:

Liebe Frau Hediger, alle unsere Modellen sind auch auf Deutsch erhältlich - klicken Sie einfach auf dem Menu unter dem Foto um die Sprache zu ändern. Viel Spaß beim strickken!

22.06.2020 - 09:12:

Susanne Sørensen wrote:

Ang Drops 167-12. str L Bærestykke. når man har taget24m ud Så er der 143m og skiftet til p nr 5. Strik første m af A1 er det inden mønster. og så står der at når A 1 er færdig er der 275 masker på pinden. Hvor kommer de fra

11.06.2020 - 14:01:

DROPS Design answered:

Hei Susanne. I diagram A.1 er det et sort ovalt ikon som er på rad 5, 7, 9, 11, 11, 17, 19, 21, 27, 35, 41 og 43. Dette ikonet betyr: Slå om mellem 2 m, omslaget strikkes drejet på næste p, det skal ikke lave hul. Det blir da 12 økninger pr A.1. Du strikker A.1 11 ganger i bredden. Så når A.1 er strikket 1 gang i høyden har du økt 12 x 11 masker = 132 masker + de 143 maskene du hadde ved begynnelsen = 275 masker. God Fornøyelse!

15.06.2020 - 07:44:

Carmen Ahuja Vilchis wrote:

Su página es maravillosa...es lo mejor en tejidos...felicidades

23.05.2020 - 15:44:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.