Hvernig á að prjóna einfalda barnahúfu Sky High

Hvernig á að prjóna einfalda barnahúfu Sky High

Það er aldrei hægt að fá nóg af fallegum barnahúfum. Þessar skref-fyrir-skref leiðbeiningar aðstoða þig við að prjóna einfalda barnahúfu með stroffi og eyrnaleppum, eins og er í DROPS Baby 20-9. Smelltu hér til að sjá allt mynstrið.

Ertu með einhverjar spurningar? Skrifaðu þær í athugasemdadálkinn neðst á síðunni og við svörum eins fljótt og mögulegt er!

Við prjónum stærð 1/3 mánaða í þessum kennsluleiðbeiningum, þessi stærð er útskýrð með breiðu letri.

Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán - 2 - 3/4 ára
Höfuðmál (ca): 40/42 - 42/44 - 44/46 - 48/50 - 50/52 cm.

Ertu með allt sem þú þarft til að byrja?

Efni:

DROPS Merino Extra Fine frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B).
50-50-50-100-100 g litur nr 08, ljós beige

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 4 - eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja x 28 umferðir sléttprjóni verði 10 x 10 cm.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – fyrir stroff.

Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.

Nú byrjum við!

STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður, fyrst á sokkaprjóna og síðan á hringprjóna, að lokum eru eyrnalepparnir prjónaðir fram og til baka.

ÚTAUKNING: Prjónið 2 lykkjur í 1 lykkju.

HÚFA:
Fitjið upp 8-10-13-15-18 lykkjur skipt niður á 4 sokkaprjóna (skiljið eftir smá bút af uppfitjunarþræði til þess að draga saman húfuna í lokin).

Prjónið 1 umferð sléttprjón JAFNFRAMT eru auknar út 7-10-12-15-17 lykkjur jafnt yfir – SJÁ ÚTAUKNING! = 15-20-25-30-35 lykkjur.

Setjið 5 prjónamerki í stykkið með 3-4-5-6-7 lykkja millibili og prjónið 1 umferð sléttprjón.

Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki.

Endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð alls 6 sinnum = 75-80-85-90-95 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 4.
Haldið áfram í sléttprjóni.

Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15 cm er aukið út um 25-26-29-30-31 lykkjur jafnt yfir (aukið út í ca 3. hverja lykkju) = 100-106-114-120-126 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið áfram stroff 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið yfir allar lykkjur þar til stroffið mælist 3 cm.

Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af í næstu umferð þannig: ATH! Umferðin byrjar 10-10-8- 8-7 lykkjur við miðju að aftan. Fellið af21-21-17-17-15 lykkjur með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (= hnakki).

Prjónið næstu 25-27-33-35-39 lykkjur og setjið þær á þráð fyrir eyrnalepp.

Fellið af næstu 29-31-31-33-33 lykkjur (= enni).

Prjónið síðan eyrnalepp fram og til baka yfir síðustu 25-27-33-35-39 lykkjur þannig: Haldið áfram í stroffprjóni með 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið JAFNFRAMT sem felld er af 1 lykkja í byrjun á hverri umferð alls 9-10-13-14-16 sinnum í hvorri hlið (fellið af með því að prjóna fyrstu 2 lykkjur slétt saman / 2 lykkjur brugðið saman með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur) = 7 lykkjur.

Í næstu umferð eru þær lykkjur sem eftir eru felldar af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Eyrnaleppurinn mælist ca 6-7-9-10-11 cm.

Prjónið hinn eyrnaleppinn á sama hátt.

Herðið að gatinu efst á toppi á húfunni með uppfitjunarþræðinum og festið vel.

SNÚRA:
Klippið 2 þræði ca 75 cm, tvinnið þá saman vel.

Þræðið snúruna í gegn neðst á öðrum eyrnaleppnum, leggið síðan snúruna saman tvöfalda þannig að hún tvinni sig aftur saman. Gerið einn hnút í endanum á snúrunni. Endurtakið á sama hátt á hinum eyrnaleppnum.

Tilbúið!

Okkur langar til að sjá hvernig húfan þín lítur út! Notaðu myllumerkið #dropsalong og #dropsskyhigh við myndirnar þínar á samfélagsmiðlum - eða og sendu inn verkefnið þitt til #dropsfan galleriet þá getum við fengið að sjá!

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar frekari aðstoð með mismunandi aðferðir sem eru notaðar í þessu mynstri, þá getur þú séð lista með kennsluleiðbeiningum og kennslumyndböndum til aðstoðar:

Athugasemdir (7)

Beta Hernández wrote:

Meha quedado estupendamente, muy fácil de seguir las instrucciones, felicitaciones, Agur Berta

01.11.2023 - 21:13:

Melanie wrote:

Muss man die Mütze abteilen (auf dem Bild ist ein rosa Faden zu sehen o. kann man auch einfach vom Rundenanfang abketten anfangen oder nach was wird die "mitte/ende" mit dem Faden Markiert ?- ich hoffe man versteht die Frage

27.09.2023 - 13:19:

DROPS Design answered:

Liebe Melanie, die Maschen auf dem Rosa Faden sind für die 1. Ohrklappe; die Maschen zwischen den beiden Orklappen werden abgekettet und jede Ohrklappe wird dann separat in hin- und +Rückreihen gestrickt. Viel Spaß beim stricken!

04.10.2023 - 08:22:

Aida wrote:

Hei hvor mye måler fra side til side (brei) den lua for 1-3 måneder?

24.05.2023 - 21:12:

Sylvette Abric wrote:

Bonjour, je fais ce modèle de bonnet; et je me pose la question des aug. à faire (les 25 m à ajouter juste avant les rangs de côtes). Est-ce bien à cet endroit? ou Est-ce que ce n\\\'est pas juste après les 6 x 1 m de chaque côté des repères? Merci

20.09.2022 - 14:52:

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Abric, tout à fait, vous augmentez en taille 1/3 mois 25 mailles à intervalles réguliers quand le bonnet mesure 11 cm de hauteur totale (à partir du rang de montage/du milieu) , autrement dit, au dernier rang jersey juste avant les côtes. Ainsi, les côtes seront moins serrées. Bon tricot!

21.09.2022 - 09:46:

Ursula wrote:

Hallo, habe die sky high Mütze gestrickt in Gr 48/50 cm und habe jetzt oben ein relativ großes Loch an der Öffnung . Der Anfangsfaden lässt sich nicht zusammenziehen,wie kann ich die Mütze am besten schließen? Über eine Antwort würde ich mich sehr freuen. Vielen Dank für Ihre Hilfe

09.10.2021 - 12:30:

DROPS Design answered:

Liebe Ursula, sollte der Anschlagsfaden nicht lang genug, um das Loch zusammenzuziehen, können Sie einen neuen Faden benutzen und diese Öffnung genauso wie im Foto gezeigt schließen, dann vernähen Sie den Faden. Viel Spaß beim stricken!

11.10.2021 - 08:43:

Leonice A Silva wrote:

Adorei as explicações. Vou fazer algumas peças. Obrigada

11.06.2021 - 16:38:

Cathy Mallentjer wrote:

Ik krijg dit niet opgezet met 4 naaldjes?

30.04.2020 - 19:54:

DROPS Design answered:

Dag Cathy,

Misschien heb je wat aan deze video waarin uitgelegd wordt hoe je opzet en de steken verdeeld over 4 naalden.

02.06.2021 - 12:41:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.