Hvernig á að prjóna kúlu yfir 7 lykkjur

Keywords: jakkapeysa, kúla, peysa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kúlu yfir 7 lykkjur. Þessi kúla er prjónuð eftir mynsturteikningu A.2 í Rise Up peysunni í DROPS 205-50, en alveg eins kúla og svipaðar kúlur eru einnig notaðar í öðrum uppskriftum.
Kúla: Prjónið í sömu lykkju þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju (= 7 lykkjur í kúlu). Prjónið 4 umferðir í sléttprjóni fram og til baka yfir þessar 7 lykkjur (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Eftir síðustu umferð er 6. lykkju steypt yfir 7. lykkju, steypið 5. lykkju yfir 7. lykkju, steypið 4. lykkju yfir 7. lykkju o.s.frv. þar til 1 lykkja er eftir.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Lis Snedevig Steenberg wrote:

Den første jeg kunne finde ud af efter at have besøgt you tube

12.10.2020 - 14:12

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.