Hvernig á að fella af frá réttu

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af frá réttu. Affelling kallast sú aðferð sem er notuð til þess að hefta lykkjur þannig að þær rakni ekki upp. Einnig til þess að mynda handveg, hálsmál og axlir. Affellingin má hvorki vera of laus eða of föst þar sem þú þarft að koma peysunni yfir höfuðið. Til þess að koma í veg fyrir að fellt sé af of fast er hægt að nota grófari prjóna við affellinguna.
Tvær lykkjur eru prjónaðar slétt, fyrri lykkjunni er steypt yfir, næsta lykkja er prjónuð slétt og fyrri lykkju steypt yfir o.s. frv. þar til ein lykkja er eftir, klippið frá og dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (28)

Gertrude Van Dijl wrote:

Danke voor de duidelijke uitleg op de video's

11.02.2011 - 13:26

Nelly De Bruin wrote:

Uw webside is heel moeilijk te bereiken

05.01.2011 - 15:04

Anna Rosseland wrote:

Kjempe flotte videoer!!!

05.01.2011 - 10:54

Josefin wrote:

Jättebra video! Förstår direkt. Den tackar jag för!

05.12.2010 - 23:41

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.