Hvernig á að auka út og merkja útauknar lykkjur með prjónamerkjum í klukkuprjóni

Keywords: klukkuprjón, peysa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og merkjum útauknar lykkjur með mismunandi litum, eins og gert er í peysunni «Cheers to Lift» í DROPS 212-28.
AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ FJÓLUBLÁUM PRJÓNAMERKJUM:
Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, færið fjólubláa prjónamerkið að þessari lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja).
Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki.
AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ GRÆNUM PRJÓNAMERKJUM:
Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar og færið græna prjónamerkið að þessari lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri).
Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja).
Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki.
Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur inn í klukkuprjóns mynstri þannig:
Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið.
Síðan er prjónað áfram í klukkuprjóns mynstri.
Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Glitter, en í myndbandinu notum við DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Tuija Åhsberg wrote:

Hej Har inte stickat på ca 30 år så behöver lite hjälp för att komma ihåg Har drops garn samt mönster Prairie Fairy Jumper. 1 Omslag mellan 2 m , på nästa v stickas omslaget vridet för att slippa hål Vilken video kan jag titta på för att se hur jag ska göra - så slipper jag hålen

12.01.2022 - 09:55

DROPS Design answered:

Hej Tuija. Se denna video. Mvh DROPS Design

12.01.2022 - 14:36

Rita Madeo wrote:

Sono appassionata si lavori si ferri e unginetto

25.01.2020 - 20:56

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.