Hvernig á að prjóna höfuðið saman á músinni í bókamerkinu í DROPS Extra 0-1576

Keywords: gæludýr, jól, umframgarn,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum saman höfuðið á músinni á bókamerkinu “Library Mouse“ í DROPS Extra 0-1576 og smá af búknum. Fyllið höfuðið með vatti. Prjónið fyrstu 6 lykkjurnar í umferð.
Deilið eftir það lykkjunum á 2 sokkaprjóna, þannig að það verða 12 lykkjur ofan á höfði og 12 lykkjur undir höfði. Prjónið 1 lykkju frá efri hlið á höfði saman með 1 lykkju frá neðri hlið á höfði þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman 2 og 2 = 12 lykkjur. Eftir það er prjónuð upp 1 lykkja í hverja lykkju frá neðri hlið á 12 lykkjunum = 24 lykkjur. Klippið þráðinn. Skiptið um lit og deilið 24 lykkjunum á sokkaprjóna og prjónið áfram hring eftir mynstrið. Þetta bókamerki er prjónað úr DROPS Alpaca, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Josephine Genna wrote:

Super bien expliqué merci

19.12.2023 - 21:02

Miotto Katja wrote:

Das Video für die Ohren war sehr hilfreich. Ich wusste nicht wie aus einer Masche 15 Maschen herauszustrecken sind. Praktisch dass die Ohren eingestrickt werden.

16.05.2023 - 16:39

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.