Hvernig á að prjóna einfalt gatamynstur

Keywords: gatamynstur, jakkapeysa, kantur, kaðall, mynstur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna einfalt gatamynstur, sem er í nokkrum af mynstrum frá okkur. Við prjónum yfir 15 fyrstu lykkjur, hægra framstykki. Prjónuð er 1 endurtekning af A.1 á hæðina.
UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið, A.1 (= 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt), 3 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt.
UMFERÐ 2 (frá röngu): Prjónið 1 lykkju brugðið, 3 lykkjur slétt, A.1 (= prjónið 3 lykkjur brugðið), 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið og 5 kantlykkjur í garðaprjóni.
UMFERÐ 3 Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið, A.1 (= prjónið 3 lykkjur brugðið og steypið fyrstu lykkju sem prjónuð var yfir hinar 2 þannig að lykkjan liggi utan um 2 síðustu lykkjur á hægri prjóni).
UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt, A.1 (= prjónið 2 lykkjur brugðið), 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið og 5 kantlykkjur í garðaprjóni.
Endurtakið þessar 4 umferðir einu sinni til viðbótar til þess að fá heila endurtekningu af mynstri á hæðina.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.