Hvernig á að prjóna stroff sem færist til (2)

Keywords: færið til, stroffprjón, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna stroff sem færist til. Það eru margar aðferðir við að prjóna stroff sem færist til. Í myndbandinu höfum við prjónað stykki þar sem við sýnum hvernig við fellum af í hvorri hlið 6 sinnum, þannig að stykkið verði formað þannig að það myndist lítill bogi mitt í bakstykki og lykkjufjöldinn verður færri. Þegar við byrjum að prjóna þá fækkum við ekki um fleiri lykkjur og við aukum út í hvorri hlið í sömu umferð sem við fækkum lykkjum. Við aukum út um jafn margar lykkjur og við fækkum um þannig kemur lykkjufjöldinn til með að vera stöðugur.
Samkvæmt mynstri þá aukum við út á eftir fyrsta merki, fækkum á undan 2. og 3. merki og aukum út á undan 4. merki og þetta gerum við í hverri umferð frá réttu.
Þær lykkjur sem er aukið út um með uppslætti eru prjónaðar snúnar (prjónað er aftan í lykkjubogann) inn í stroffið á milli merkja.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Gill Knight wrote:

I am unable to get sound on your video via U tube. I don’t have any trouble with other U tube videos

22.11.2021 - 17:58

MARITZA wrote:

Muy clara la explicación. Gracias.

25.10.2013 - 18:55

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.