Hvernig á að hekla Catherine hjólamynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum Catherine hjólamynstur. Þegar þú heklar þetta mynstur eins og við gerum í þessu myndbandi, þá byrjar þú með fjölda loftlykkja sem er deilanlegur með 10 + 2. Í mynna stykkinu okkar þá byrjum við með 22 loftlykkjur.
UMFERÐ 1: Byrjið í 2. loftlykkju frá heklunálinni og heklið 2 fastalykkjur, * hoppið yfir 3 loftlykkjur, 7 stuðlar í næstu loftlykkju, hoppið yfir 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í næstu 3 loftlykkjur, endurtakið frá * og endið á 1 fastalykkju í síðustu 2 loftlykkjur í umferð og þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er skipt um lit. Snúið við.
UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur upp frá 1. fastalykkju, heklið stuðul í næstu 3 loftlykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin í hverjum stuðli, dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjur og heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman, 3 loftlykkjur, 3 fastalykkjur, 3 loftlykkjur, * heklið stuðla í næstu 7 lykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegnum hvern stuðul, dragið síðan þráðinn í gegnum allar 8 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman, 3 loftlykkjur, 3 fastalykkjur, 3 loftlykkjur, endurtakið frá *, heklið stuðla í síðustu 4 lykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegnum hvern stuðul, dragið síðan þráðinn í gegnum allar 5 lykkjur á heklunálinni, heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman. Snúið.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í loftlykkjugatið frá fyrri umferð, fastalykkja í næstu 3 fastalykkjur frá fyrri umferð, * 7 stuðlar í næsta gat, fastalykkja í næstu 3 fastalykkjur, endurtakið frá *, 4 stuðlar í síðasta gatið og þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er skipt um lit. Snúið við.
UMFERÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. og 2. stuðul. * 3 loftlykkjur, heklið stuðla í næstu 7 lykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin í hverjum stuðli, dragið síðan þráðinn í gegnum allar 8 lykkjur á heklunálinni, heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman, 3 loftlykkjur, 3 fastalykkjur , endurtakið frá *, endið á fastalykkju í síðustu 2 lykkjur. Snúið við.
UMFERÐ 5: Heklið 1 loftlykkju, fastalykkja í 1. og 2. stuðul, * 7 stuðla í næsta gat, 3 fastalykkjur, endurtakið frá *, endið á fastalykkju í síðustu 2 lykkjur í umferð og þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er skipt um lit. Snúið við. Endurtakið umf 2-5.

Athugasemdir (2)

Lozet wrote:

Question: comment effectuer des diminutions lorsque que l'on arrive aux emmanchures et ce dans le point Catherine Wheel ?

05.02.2024 - 15:44

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Lozet, nous n'avons pas de modèle correspondant à ce motif, il vous faudra expérimenter sur votre échantillon comment procéder en fonction de votre nombre de mailles sur le rang, le nombre de diminutions à faire, votre tension etc... Bon crochet!

05.02.2024 - 15:55

Lotta wrote:

Det här mönstret blir en riktigt häftig städtrasa. Jag lade upp 42 lm för att få en OK storlek på trasan.

04.11.2015 - 08:47

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.