Hvernig á að hekla blóm fyrir þjóðhátíðardaginn

Keywords: blóm, veislur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum fallegt blóm sem hægt er að nota við hátíðleg tækifæri eins og á fatnaði, í hárið, á borðið og fleira. Heklið 6 loftlykkjur með lit 1 og tengið í hring með keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, 15 fastalykkjur í hringinn og – LESIÐ LITASKIPTI að neðan – endið á 1 keðjulykkju með lit 2.
UMFERÐ 2: 3 loftlykkjur, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 stuðull í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar = 8 loftlykkjubogar.
UMFERÐ 3: Snúið við, * 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja í næsta stuðul, snúið við, 2 loftlykkjur, 6 stuðla um loftlykkjubogann, 5 stuðlar um stuðul frá umferð 2. Leggið stykkið til hægri og heklið 1 keðjulykkju í stuðul frá umferð 2 * = eitt blómablað tilbúið
Snúið við og endurtakið frá *-* þar til það eru 8 blómablöð. Klippið frá.
UMFERÐ 4: Notið lit 3, festið bandið með 1 fastalykkju í loftlykkjuboga frá umferð 2. Heklið 1 fastalykkju í sama loftlykkjuboga, 5 loftlykkjur, * 1 fastalykkja í næsta loftlykkjuboga, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 keðjulykkju í 2. fastalykkju frá umferð = 8 loftlykkjubogar, snúið við.
UMFERÐ 5: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: * 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 7 tvíbrugðna stuðla, 3 loftlykkjur og 1 fastalykkju *. Endurtakið frá *-* í næstu 7 boga og endið á 1 keðjulykkju í 1 fastalykkju frá byrjun umferðar.
LITASKIPTI: Til þess að fá fallega skiptingu við litaskipti er síðasta keðjulykkja í umferð hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í síðustu loftlykkju frá byrjun umferðar, sækið nýja bandið, bregðið bandinu um heklunálina með nýja litnum og dragið í gegnum lykkju á heklunálinni.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.