Vísbending #3 - 10 litlar vísbendingar

Í vísbendingu #3 skulum við hekla nýjan ferning. Ferningurinn er ekki stór en við gerum 10 stk af þessum ferningi. Mynsturteikningin sem við heklum eftir köllum við A.4. Þú finnur mynsturteikningu fyrir hvert skref þar sem útskýrðar lykkjur eru merktar með rauðu og mynd sem sýnir hvernig þetta kemur til með að líta út. Ef þig langar heldur til að fylgja kennslumyndböndunum okkar eftir þá eru þau neðst á síðunni.

Nú er að hefjast handa og byrja!

Við heklum 4 umferðir í ferning A.4 í eftirfarandi litum:

UPPFITJUN + 1. UMFERÐ: 16 fjólublár
2.-3. UMFERÐ: 15 bleikur
4. UMFERÐ: 01 hvítur

LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI:
Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með fjólubláum, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

1. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju (= 1 fastalykkja).

Heklið * 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um hringinn *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls. Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um hringinn.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

Heklið 1 keðjulykkju um loftlykkjubogann, jafnframt er skipt yfir í bleikan, lesið LITASKIPTI að neðan. Klippið frá fjólubláa þráðinn.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

2. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (= 1. stuðull), 1 stuðull um loftlykkjubogann, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.

Heklið * 2 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar.

3. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur (= 1. stuðull), 2 stuðlar um sama loftlykkjubogann, 2 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjubogann, 1 loftlykkja.

Heklið * 3 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan. Skiptið yfir í hvítan og klippið frá bleika þráðinn.

4. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, lesið HEKLLEIÐBEININGAR að neðan.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Umferðin byrjar með 1 loftlykkju fyrir fyrstu fastalykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju).

Heklið * 1 fastalykkju í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 2 hálfir stuðlar í kringum loftlykkjur frá 2. og 3. umferð *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið þessa umferð með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda!

Tilbúið!

Nú höfum við lokið við ferning A.4, sem á að vera 8 x 8 cm.

Heklið 10 svona ferninga með sömu litasamsetningu eins og sjá má hér:

Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu 3

= 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
= loftlykkja
= keðjulykkja í/um lykkju
= fastalykkja um loftlykkjubogann/loftlykkjuhringinn
= fastalykkja í lykkju
= stuðull um loftlykkjuboga
= 1 hálfur stuðull í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð

Myndband

Vantar þig aðstoð varðandi aðferðirnar?

Í þessum myndböndum sýnum við allar þær aðferðir sem þú þarf að geta gert í vísbendingu #3.

Athugasemdir (21)

Nina wrote:

Hei, Hit nr. 1 og 2, ble bare 21x21 cm, og ruten fra dette hintet ble bare 7x7 cm, gjør dette noe eller blir bare teppet mindre da det er ferdig?

16.03.2017 - 13:51

DROPS Design answered:

Hej Nina. Det burde gaa fint. Dit taeppe bliver dog mindre naar det er faerdigt :)

16.03.2017 - 14:01

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.