Vísbending #2 - Nú klárum við 1. ferning

Önnur vísbendingin í þessu Crochet-Along inniheldur 6. til 11. umferð í ferningnum sem við köllum A.1. Við notum tilgreinda mynsturteikningu sem er með einföldum texta ásamt myndum hvernig stykkið kemur til með að líta út, lykkju fyrir lykkju. Ef þú ert vön/vanur að hekla eftir mynsturteikningu, þá getur þú séð allt mynstrið með táknum neðst undir öllum myndunum. Ef þig langar heldur til að fylgja kennslumyndböndunum okkar eftir þá eru þau neðst á síðunni.

Litir

Í næsta stigi A.1 notum við eftirfarandi litasamsetningu:

6. UMFERÐ: 01 hvítur
7. UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
8. UMFERÐ: 15 bleikur
9. UMFERÐ: 05 ljós þveginn
10.+ 11. UMFERÐ: 01 hvítur

LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI:
Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.

Nú byrjum við!

Farðu í fyrsta hringinn sem við gerðum í vísbendingu #1.

6. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið * 1 fastalykkju í hverja og eina af 2 næstu lykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 1 stuðull í hverja og eina af næstu 3 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju, 3 loftlykkjur (horn), 2 tvíbrugðnir stuðlar í sömu lykkju, 1 stuðull í hverja og eina af næstu 3 lykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 10 lykkjum *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið umferð með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

7. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hverja af 2 næstu fastalykkjum, skiptið yfir í ljós fjólubláan þegar síðasta keðjulykkjan er hekluð, lesið LITASKIPTI að neðan, 1 loftlykkja, klippið frá hvíta þráðinn.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

Heklið * 1 fastalykkju í hálfa stuðulinn, hoppið yfir 2 stuðla, 1 stuðull í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur (horn), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 stuðull í hverja af 3 næstu lykkjum, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur, 3 stuðlar í næstu lykkju, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í sömu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju. Hoppið yfir 2 lykkjur, 3 stuðlar í næstu lykkju, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í sömu lykkju, hoppið yfir 3 lykkjur *, endurtakið frá *-* 4 sinum alls, en í síðustu endurtekningu er einnig hoppað yfir tvær keðjulykkjur og loftlykkjur frá byrjun umferðar.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í fastalykkju frá byrjun umferðar. Lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í bleikan og klippið frá ljós fjólubláa þráðinn.

8. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur.

Heklið * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur (horn), 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, ** 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 3 lykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 3 lykkjur **, endurtakið frá **-** 1 sinni til viðbótar, 1 stuðull í næstu lykkju *. Endurtakið frá *-* 4 sinnum alls, en endið með 1 keðjulykkju í staðin fyrir 1 stuðul í síðustu endurtekningunni.

Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan. Skiptið yfir í ljós þveginn og klippið frá bleika þráðinn.

9. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu lykkjum.

HORN: Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, ** 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 1 stuðul í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í sömu lykkju, endurtakið frá **-** 3 sinnum til viðbótar. Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu lykkjum *. Heklið HORN og frá *-* 3 innum alls.

Heklið HORN, sjá útskýringu að ofan.
Heklið * 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu lykkjum, 1 ll, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næstu lykkju, ** 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 1 stuðull í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** tvisvar sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í sömu lykkju, endurtakið frá **-** 1 sinni til viðbótar. Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann. Endið umferðina með einni keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Ekki skipta um lit.

10. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hverja og eina af 2 næstu lykkjum, jafnframt er skipt yfir í hvítan í síðustu lykkjunni, lesið LITASKIPTI að ofan, 3 loftlykkjur, klippið frá ljós þvegna þráðinn. Heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern og einn af 3 næstu stuðlum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar í sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hvern og einn af 3 næstu stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, ** 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur **, endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hverja og eina af 2 næstu stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, heklið frá **-** 3 sinnum, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hverja og eina af 3 næstu lykkjum*.
Heklið HORN, sjá útskýringu að ofan og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið 1 stuðul í hvern og einn af 3 næstu stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, * 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hvern og einn af 2 næstu stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju. Endurtakið frá *-* 2 sinnum.
Endið með 1 keðjulykkju í 3. Loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

11. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 3. Loftlykkju frá fyrri umferð, 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 1 fastalykkja í/um hverja og eina af 7 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 fasta lykkjur um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 fastalykkjur í sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 fastalykkju í /um hverja og eina af næstu lykkjum og 2 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga *. Heklið HORN, sjá útskýringu að ofan og frá *-* alla umferðina hringinn = 160 fastalykkjur og 12 loftlykkjur (4 loftlykkjubogar).

Endið með 1 keðjulykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið alla enda.

Nú ertu búin með einn ferning. Nú heklar þú 6.-11. umferð á hinum hringnum frá vísbendingu #1 í þessari litasamsetningu:

6.UMFERÐ: 01 hvítur
7.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
8.UMFERÐ: 16 fjólublár
9.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
10.+ 11.UMFERÐ: 01 hvítur

Tilbúið!

Hér getur þú séð hvernig báðar litasamsetningarnar líta út heklaðar eftir mynsturteikningu A.1. Ferningarnir eiga að vera 25 x 25 cm.

Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu 2

= loftlykkja
= keðjulykkja í/um lykkju
= fastalykkja í lykkju
= fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= hálfur stuðull í lykkju
= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju
= tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= 3 loftlykkjur

Myndband

Vantar þig aðstoð með aðferðirnar?

Í þessum myndböndum sýnum við allar aðferðirnar sem þú þarft að geta gert til að gera vísbendingu #2.

Athugasemdir (45)

Teresa Light wrote:

My work is not square, despite me trying to shape it. My stitch count is correct. Will this correct itself as I go along and join further squares, or damping down at the end of the cal?? Any advice would be appreciated.

14.04.2017 - 17:25

DROPS Design answered:

Hi Teresa, if you can shape it into right size, it will correct itself when you assembly the Squares later.

19.04.2017 - 11:09

Claire wrote:

Bonsoir, je reste bloquée au cercle de l'indice #1, mon cercle gondole, et j'ai beau changer de taille de crochet, rien n'y fait :( Pouvez-vous me dire ce que je peux faire pour qu'il reste plat ? Merci

11.04.2017 - 21:54

DROPS Design answered:

Bonjour Claire, essayez de commencer par la technique du rond magique (cf vidéo). Bon crochet!

12.04.2017 - 13:20

Simona wrote:

Come si devono fissare i fili sul retro del lavoro... Devo fare dei nodi? E come faccio a nascondere le codine che rimangono?

25.03.2017 - 14:07

DROPS Design answered:

Buonasera Simona. Di solito, non consigliamo di fare dei nodi: potrebbero sciogliersi e il lavoro disfarsi. Dovrebbe passare il filo sotto alcune maglie, sul rovescio del lavoro. Le alleghiamo un video che può aiutarla. Buon lavoro!

25.03.2017 - 23:04

Diana Josefin Wallenberg wrote:

Hur fäster man trådarna?

22.03.2017 - 14:06

DROPS Design answered:

Hej Diana, se här:

How to weave in cotton tails from Garnstudio Drops design on Vimeo.

23.03.2017 - 11:44

Jeanette wrote:

Vad ska jag göra med tråden som inte skulle klippas av på ledtråd 1? Är nu färdig med ledtråd 2 och har fortfarande nystanet hängandes.

18.03.2017 - 22:34

DROPS Design answered:

Hej Jeanette, när du är färdig med ledtråd 2 klipper du och fäster alla tråderna.

23.03.2017 - 11:06

Anne-Kristine Staldvik wrote:

Hei 😊Hvor mange ruter skal det hekles av hint 1 og hint 2?

16.03.2017 - 22:15

DROPS Design answered:

Hej Anne-Kristine, du hækler 1 af hver af de to farver i hint 1 & 2. (2 er fortsættelsen på hint 1)

17.03.2017 - 07:37

Camilla Ekström wrote:

Fick mejl om att ledtråd 3 var ute men går inte att öppna. Otålig😉

16.03.2017 - 13:39

Polly Warnes wrote:

Is there a PDF print friendly version available please.

16.03.2017 - 13:37

Elim wrote:

Fick ett mail att ledtråd 3 kommit ut men ser inte ut som om den är tillgänglig! När öppnar den? Ivrig som tusan😁

16.03.2017 - 13:34

Nina wrote:

Når på dagen kommer neste hint? Venter i spenning..

16.03.2017 - 13:03

DROPS Design answered:

Hej Nina. Den er lige kommet paa :)

16.03.2017 - 13:54

Hanna wrote:

Vore väldigt trevligt om ni kunde släppa ledtråd 3 snart. Jag vill ju virka :)

16.03.2017 - 12:58

Orion wrote:

Hade varit trevligt om en inte behövt vänta halva dagen på nästa ledtråd! Har ju redan väntat en vecka...

16.03.2017 - 12:22

Anna wrote:

Väntar på ledtråd 3. Vore trevligt om den släpptes direkt på datumet o inte en bit in på dagen. Tack för trevlig CAL

16.03.2017 - 09:52

Jerry wrote:

I'm eagerly waiting for clue 3 :) Thank you for the design.

16.03.2017 - 09:41

Emelie wrote:

Jag får bubbliga rutor.. :( Virkar jag för hårt? Hjälper det om jag blockar rutorna när jag är klar med andra ledtråden? Andras rutor ser så raka och fina ut jämfört med mina, haha.

16.03.2017 - 08:09

DROPS Design answered:

Hej Emelie, ja det kan vara så att du virkar för hårt, du kan testa att gå upp ett halvt nummer på virknålen. Rutorna ska vara 25 x 25 cm. Lycka till!

16.03.2017 - 11:09

Sine Askbo wrote:

I skriver, at i den allersidste omgang med fastmasker (i den sidste hvide farve) skal hækle således: "Hækl * 1 fastmaske i/om hver af de næste masker og 2 fastmasker om hver luftmaskebue *. Hækl HJØRNE, se forklaring over og hækl fra *-* hele omgangen rundt. " Iflg. jeres diagram, samt hvis man ønsker at have 160 fm til slut, så skal man kun hækle 1 fm om luftmaskebuerne med 1 fm. Dette forvirret meget.

14.03.2017 - 21:17

Gitti wrote:

Hallo ihr Lieben, da ich die Baumwolle nicht bekommen habe, nutze ich ein anderes Garn. Dadurch sind meine beiden Quadrate nur 22cm groß geworden. Habe im Workshop gelesen, dass auch andere Häklerinnen kleinere Quadrate haben. Vielleicht gibt es ja von euch zum Schluss für diese Fälle eine Anleitung/Anregung, die Decke mit zusätzlichen Reihen in der Umrandung zu vergrößern? Liebe Grüße

14.03.2017 - 10:03

Desiree wrote:

Tack, ok. Hur stor blir den färdiga första rutan, och blir det för mått på den färdiga filten om man använder ert garn?

13.03.2017 - 16:54

Desiree wrote:

Åh jag har gjort något fel, bägge ledtrådarna har bara 11 blad. Hur kunde det bli så? Nu ledtråd två stämmer inte varv ett, efter att ha provat mig fram till enbart 8 maskor Mellan hörnen stämmer det. Vad råder ni mig att göra?

13.03.2017 - 13:27

DROPS Design answered:

Hej Desiree. Du bliver nok nödt til at traevle op desvaerre - for med 11 blade kommer det til at blive fejl. Og saa ville jeg haekle igen og fölge videoen - saa kommer du ikke til at gaa fejl :)

13.03.2017 - 14:28

Mette Dinesen wrote:

Spørgsmålet har været stillet før, men uden svar. Hvad blev der af klip ikke tråden i omgang 4. Kan man klippe og hæfte nu ?

12.03.2017 - 18:53

DROPS Design answered:

Hej Mette, Ja når du har bruge tråden igen i omgang 7, så kan tråden klippes og hæftes (hvilket i øvrigt alle tråde kan når man er færdig med 2.ledetråd).

13.03.2017 - 08:00

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.