Vísbending #4 - Nú bætum við nokkrum litum!

Í þessari vísbendingu heklum við 20 nýjar umferðir með nokkrum spennandi heklaðferðum. Við höfum ákveðið að hekla rendur í 3 fallegum litum!

Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni.

Fyrst smá upplýsingar

MYNSTUR:
Í vísbendingu #4 þá heklum við eftir mynsturteikningu A.4a og A.4b. A.4a sýnir hvernig umferðin byrjar. ATH: Byrjun á umferð er teiknuð yfir hverja aðra í sömu mynsturteikningu þó að það sé heklað til skiptis á hægri og vinstri hlið á sjali og ekki fyrir ofan hverja aðra.

RENDUR:
Klippt er frá eftir hverja umferð, ef næsta umferð er ekki hekluð í sama lit. Endar eru festið í hlið í lokin.
1.-3.UMFERÐ: púður (litur a)
4.UMFERÐ: sinnepsgulur (litur b)
5.-7.UMFERÐ: beige (litur e)
8.-9.UMFERÐ: púður (litur a)
10.-12.UMFERÐ: beige (litur e)
13.UMFERÐ: sinnep (litur b)
14.-15.UMFERÐ: púður (litur a)
16.-18.UMFERÐ: beige (litur e)
19.UMFERÐ: sinnep (litur b)
20.UMFERÐ: púður (litur a)

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu lykkjuna í umferð með fyrsta lit, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju með nýja litnum, eftir þetta er næsta umferð hekluð.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Upplýsingar sem eru innan tveggja * eru endurteknar í hvert skipti sem stendur frá *-* í uppskriftinni.

Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt eftir mynsturteikningu sem samanstendur af A.4a og A.4b sem þú sérð að neðan. Vantar þig frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu.

Stutt útskýring

Nú heklum við áfram með RENDUR – sjá útskýringu að ofan og mynstur A.4b (A.4a sýnir hvernig hver umferð byrjar og er hekluð sem viðbót við lykkjur í A.4b). Lesið LITASKIPTI! ATH: Til þess að fá betri yfirsýn yfir hvaða umferð sé hekluð í mynstri og röndum, setjið eitt prjónamerki í stykkið hér og næsta umferð er talin sem 1. umferð. Þ.e.a.s. fyrsta umferð í A.4b = 1. umferð í röndum.

Mynsturteikning fyrir vísbendingu #4

= 1 loftlykkja
= 1 stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= frá réttu: 1 stuðull í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 stuðull í fremri lykkjuboga
= frá réttu: 1 fastalykkja í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 fastalykkja í fremri lykkjuboga
= Í umferð merktri með ör er aukið út (með þeirri lykkju sem sýnd er í mynsturteikningu) hvoru megin við prjónamerki
= Í byrjun á umferð eru heklaðar 3 loftlykkjur
= Í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja
= byrjið hér

Vantar þig aðstoð við að byrja?

Hér er nánari útskýring á hvernig þú byrjar á vísbendingu #4. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.

1.UMFERÐ (= rétta): Heklið 3 loftlykkjur (A.4a), eftir það er heklað A.4b þannig: * 2 stuðlar um fyrsta/næsta loftlykkjuboga, 3 stuðlar um næsta loftlykkjuboga *, heklið frá *-* út umferðina = 120 stuðlar.


Setjið 12 prjónamerki í stykkið án þess að hekla þannig: Setjið eitt prjónamerki á eftir fyrstu 5 stuðlum, eftir það eru næstu 11 prjónamerki sett með 10 lykkjur á milli hverra prjónamerkja, nú eru aftur 5 stuðlar eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónamerkin fylgja með áfram upp í stykkinu og við komum til með að hafa ca sama lykkjufjölda á hvorri hlið.


Snúið stykkinu og heklið umferð 2, 3 og 4 eftir mynsturteikningu, A.4a og A.4b, - lesið LITASKIPT.


Snúið stykkinu, heklið 5. umferð (ÖR 1) með útaukningu þannig: Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka stuðul um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 144 stuðlar í umferð.


Snúið stykkinu og heklið 6.-10. umferð. Haldið áfram með rendur – sjá útskýringu að ofan og útaukningu í 7. umferð (ÖR 2, aukið út þannig: Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju = 24 lykkjur fleiri) = 168 fastalykkjur í umferð og í 10. umferð (ÖR 3, aukið út þannig: Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 stuðla í eina lykkju = 24 fleiri lykkjur) = 192 stuðlar í umferð.


Snúið stykkinu og heklið 11.-15. umferð. Haldið áfram með rendur – sjá útskýringu að ofan og útaukningu í 12. umferð (ÖR 4, aukið út þannig: Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerkin með því að hekla 2 fastalykkjur í eina lykkju = 24 lykkjur fleiri) = 216 fastalykkjur í umferð.


Snúið stykkinu og heklið 16.-20. umferð. Haldið áfram með rendur – sjá útskýringu að ofan og útaukningu í 16. umferð (ÖR 5, aukið út þannig: Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við hvert prjónamerki með því að hekla 2 stuðla í eina lykkju = 24 lykkjur fleiri) = 240 stuðlar í umferð og í 18. umferð (ÖR 6, aukið út þannig: Aukið út um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í eina lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki = 24 lykkjur fleiri) = 264 fastalykkjur í umferð.


Tilbúið!

Nú er 4. vísbending lokið og þegar allar 20 umferðirnar hafa verið heklaðar mælist stykkið ca 39 cm frá byrjun og niður mitt á sjali. Sjá mynd að neðan hvernig stykkið lítur út. Nú bíðum við eftir næstu vísbendingu.

href="https://www.garnstudio.com/dropsalong-gallery.php?id=4&cid=14">Ekki gleyma að deila myndum af verkefninu þínu með okkur í dropsalong gallery!

Er litur E búinn? Þú getur notað lit G í umferð 18 í staðinn.

Kennslumyndband

Athugasemdir (78)

Sumara Marletta wrote:

Hola, al final de la pista 20 tengo mucho lío con los hilos marcadores, no tengo ni idea donde tienen que estar. Por favor me lo podeis decir exactamente su posición? Me parece complicado trabajar sin el gráfico la verdad. Muchas gracias por la ayuda!

13.05.2018 - 16:51

DROPS Design answered:

Hola Sumara, al terminar la fila 20 tenemos 264 puntos. Es decir, 11 puntos antes del primer marcador, 22 puntos entre cada siguiente marcador y después del última quedan 11 puntos.

20.05.2018 - 20:03

Gudrun Loger wrote:

Wenn ich in der 5. Reihe jedes mal ein zusätzliches Stäbchen bei der Zunahme in den Bogen häkeln, nehme ich doch nur 12 Maschen zu und keine 24?

13.05.2018 - 13:41

DROPS Design answered:

Liebe Frau Loger, es sind 12 Markierungsfaden und Sie nehmen 1 M vor jedem Markierungsfaden und 1 M nach jedem Markierungsfaden zu = 24 M werden insgesamt zugenommen. Viel Spaß beim häkeln!

14.05.2018 - 13:20

Cathy wrote:

Is the diagram correct for Row 6? It shows a treble crochet stitch, however, the video for Row 6 demonstrates double crochet.

13.05.2018 - 05:00

DROPS Design answered:

Hi Cathy, Row 6 sould be: From right side: 1 double crochet into back loop of stitch. From wrong side: 1 double crochet into front loop of stitch

14.05.2018 - 09:15

Cathy wrote:

Is the diagram correct for Row 6? It shows a treble crochet stitch, however, the video for Row 6 demonstrates treble crochet. Also, is it possible to have translation on the comments so that I can read the comments in different languages? Just wondering if translation feature is available for comments

13.05.2018 - 04:58

Cathy wrote:

Please show how to end each row as well as showing the beginning of each row.

13.05.2018 - 04:22

DROPS Design answered:

Dear Cathy, from RS work first A.4a then read diagram from the right towards the left, from WS work first A.4a and then read diagram from the left towards the right. Happy crocheting!

14.05.2018 - 13:11

Bente Stylsvig Lyngsøe wrote:

Jeg tror I har fejl beregnet garnforbruget. Jeg er løbet tør for farve E midt i række 17. Jeg bruger Merino Extra fine og min farve E er Natur 01.

12.05.2018 - 21:12

DROPS Design answered:

Hej Bente, Garnforbruget er regnet ud efter hæklefastheden i denne opskrift. Sjalet bliver fint uanset om du hækler lidt løsere eller fastere, men det kan påvirke garnforbruget. Du kan erstatte farve E med G, den bør du have nok af.

15.05.2018 - 13:16

Dorothe Lucassen wrote:

Is er een fout gemaakt bij de beschrijving van de hoeveelheden garen wat nodig is? Ik had nl bij clue4 rij 17 al mijn kleur E op. Gelukkig had ik voor een ander project deze kleur nog liggen maar vraag me nu wel af of er dalijk niet nog voor nog meer kleuren te weinig garen is.

12.05.2018 - 20:18

DROPS Design answered:

Dag Dorothe, We hebben inderdaad gemerkt dat er meerdere haaksters zijn die te kort komen van kleur e, dus er is een nieuwsbericht gemaakt hierover. Zie hier hoe je dit op kunt lossen.

16.05.2018 - 16:05

Sophie wrote:

Que proposez vous pour le manque de couleur E, merci

12.05.2018 - 18:42

DROPS Design answered:

Bonjour Sophie, les fournitures sont calculées sur l'échantillon, mais si votre tension n'est pas tout à fait juste, et que vous manquez de la couleur e, vous pouvez utiliser la couleur g dont vous devriez avoir suffisamment. Bon crochet!

14.05.2018 - 13:12

Sophie wrote:

Idem je n'ai pas assez de couleur E et je trouve regrettable de payer des frais de port pour la commande d'une seule pelote , je me pose des questions sur la suite du projet va t il en manquer encore ?

12.05.2018 - 18:39

Antonia wrote:

Ik ben blij dat ik niet de enige ben die kleur E te weinig heeft. Maar ik vind het wel heel jammer, ik ga zeker geen bolletje bij bestellen, wordt dan nl. een duur bolletje met de verzendkosten. En heb ik wel genoeg garen voor de volgende clues?

12.05.2018 - 17:52

Maja wrote:

Hallo, wie viele V (\--/ ) habe ich am Ende von Reihe 4? Und in welchem Abstand wird der Markiererfaden hochgezogen?

12.05.2018 - 13:15

DROPS Design answered:

Liebe Maja, Sie wiederholen A.4b 10 Mal in der Breite über 120 Maschen, am Ende der Reihe 4 haben Sie 40 V (= \--/ ) + 3 Lm am Anfang der Reihe (= A.4a). Viel Spaß beim häkeln!

14.05.2018 - 13:18

Julia wrote:

Like the others below, I do not have enough yarn in colour e, even though my 18 double crochet (US) make up 10 cm. It's really annoying that I have to buy an extra ball of yarn and pay the shipping, especially since there's no way to be sure that there will be enough of the other colours. Will you be advising us on what to do?

12.05.2018 - 10:46

DROPS Design answered:

Hi Julia, The materials required for the shawl are calculated after the crochet tension used in the pattern/clues. The shawl will look nice whether is crocheted loose or tight, but if for a reason you have too little of a colour E you can replace it with colour G, which you will have enough of.

14.05.2018 - 12:13

Erica Alexiusson wrote:

Hej! Jag har samma tveksamma åsikt om färg E! Den kommer ta slut under varv 16-18, och jag virkar i regel hårt men har försökt virka lite mer ”normalt” denna gång. Har svårt att förstå hur det är beräknat faktiskt! För visst kommer det att återkomma färg E lite längre fram, en rand till som jag gissar är 1-3 varv. Eller är det bara fram till denna ledtråd som vi har den färgen?

12.05.2018 - 01:44

Nadi wrote:

Leider habe auch ich von farbe e viel zu wenig, es fehlt noch 2/3 von reihe 17 und die ganze reihe 18...

11.05.2018 - 22:45

Rebecca wrote:

Hi, could you explain how to move the marking threads up please, thank you

11.05.2018 - 20:51

DROPS Design answered:

Dear Rebecca, place the marker alternately in front and in back of piece after each row so that they can move forward. Happy crocheting!

14.05.2018 - 13:13

Marieke wrote:

Volgens de benodigde materialen heb ik 50gr van kleur e nodig, maar net als Pien hieronder, ben ik bog niet klaar met clue 4 en is mijn kleur E al op! Ik zit halverwege tour 17. Voordat ik kleur ga bij bestellen, zou ik graag willen weten hoevaak kleur E nog terug komt. Ik zou ook graag willen weten of de verwachting van de overige enkele kleuren wellicht bijgesteld moet worden.

11.05.2018 - 20:06

DROPS Design answered:

Hallo Marieke, We hebben inderdaad gemerkt dat er meerdere haaksters zijn die te kort komen van kleur e, dus er is een nieuwsbericht gemaakt hierover. Zie hier hoe je dit op kunt lossen.

16.05.2018 - 16:05

Claudia Seeland wrote:

Fertig: Hab generell 4a am Anfang UND Ende gearbeitet (zb 3LM= 1STB) u. diese RandMaschen NICHT mitgezählt. Der Symmetrie wegen noch 1 Marker f. exakte Mitte & 1Masche extra seit Reihe 2 da sonst das Ende des Musters oft nicht passt. (RAND Steigemaschen, LM,STB,LM,STB... ... LM,STB,LM,Rand STB). Die Marker verteile ich vor den Zunahmen in den Mustern und nehme VOR der Mitte zb erst über der LM 1zu, dann über d. STB, nach der Mitte umgekehrt… ging gut!

11.05.2018 - 16:46

Drops Design wrote:

Hi all. Regarding the marking threads. You put marker 1 between stitch 5 and 6, (dont count the 3 chain stitches - A.4), marker 2 between 15 and 16, 3 between 25/26, 4 between 35/36, 5 between 45/46, 6 between 55/56, 7 between 65/66, 8 between 75/76, 9 between 85/86, 10 between 95/95, 11 between 105/106 and 12 between 115/116. Although there is a difference between the photos and the video, the result will be the same. Happy Crocheting!

11.05.2018 - 14:10

Christina wrote:

Beskrivelsen af hvor man sætter mærketrådene, har skabt lidt forvirring hos mig, og jeg fik kun sat 11 mærketråde. Men så så jeg på billedet, at der ikke er 10 stm mellem mærketrådene men kun 9. Altså sættes mærketråden i den 10. stm. Og så fik jeg sat 12 mærketråde. Hvis andre skulle blive forvirret som mig, kan jeg fortælle at mærketrådene sættes i stm nr. 6, 16, 26, 36, 46, 56, 66, 76, 86, 96, 106 og 116 fra begyndelsen.

11.05.2018 - 13:33

Marisa wrote:

Could I have clarification on the positioning of the marking threads? It looks different on the photo to the video.

11.05.2018 - 12:18

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.