Vísbending #9 - Frágangur á ferningum + byrjun á kanti

Hér er 9. vísbendingin fyrir Mystery Blanket CAL – með auðveldum leiðbeiningum skref fyrir skref – allir geta verið með! Þú finnur einnig 2 kennslumyndbönd neðst sem geta hjálpað þér!

Þegar ferningarnir frá vísbendingu 8 eru tilbúnir, þá eigum við að vera með alls 40 ferninga (5 ferninga af öllum 8 blómunum).

Flokkið ferningana í 8 raðir með 5 ferninga í hverri röð. Þú þarf ekki að setja þá eftir sérstöku mynstri, heldur settu þá eins og þér þykir fallegast.

Hér er eitt dæmi um hvernig hægt er að setja ferningana saman:

1 = Anemona
2 = Smørblomst
3 = Morgenfrue
4 = Solsikke
5 = Margeritt
6 = Kornblomst
7 = Villrose
8 = Vannlilje

Við setjum fyrst ferningana saman lóðrétt:

Eftir það lárétt:

Svona höldum við áfram!

Leggið 2 og 2 ferninga ofan á hvern annan með röngu á móti röngu og heklið þá saman með ópalgrænum (nr 17) með heklunál nr 3.

Byrjið með 1 ll – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR.

HEKLLEIÐBEININGAR:

Heklið 1 ll og endið með að hekla ferningana saman með 1 ll (þetta er gert til að það verði fallegra þegar festa á alla endana).

Byrjið í 1 fl efst í horni (fl eða hst).

Heklið 1 fl í gegnum fl á báðum ferningunum.

Heklið * 1 fl í hverja fl í gegnum fl á báðum ferningunum (= 18 fl), hoppið yfir hst, 3 ll *, endurtakið frá *-*, 6 sinnum til viðbótar *. (Við sýnum bara 3 ferninga á hæðina í þessum kennsluleiðbeiningum).

Endið með 1 fl í hverja af 18 næstu fl og – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR – 1 ll, í 2 síðustu ferningana sem voru heklaðir saman á hæðina.

Myndirnar í þessum kennsluleiðbeiningum sýna bara 3 ferninga setta saman lóðrétt, en munið að það þarf að setja 8 ferninga saman lóðrétt og 5 ferninga lárétt.

Öll útskýringin á því hvernig hekla á saman á hæðina:

Byrjið með 1 ll – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, byrjið í 1 fl efst í horni (fl eða hst). Heklið * 1 fl í hverja fl í gegnum fl á báðum ferningunum (= 18 fl), hoppið yfir hst, 3 ll *, endurtakið frá *-* , 6 sinnum til viðbótar, endið með 1 fl í hverja af 18 næstu fl og - LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR – 1 ll, í 2 síðustu ferningana sem voru heklaðir saman á hæðina (= 16 ferningar heklaðir saman). (Við sýnum bara 3 ferninga á hæðina í þessum kennsluleiðbeiningum).

Heklið 8 nýja ferninga alveg eins í eina af hliðunum og endurtakið þetta þar til allir ferningarnir hafa verið heklaðir saman á hæðina.

Nú eru ferningarnir heklaðir saman á breiddina alveg eins.

3 ll á milli ferninga.

Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR – Endið með 1 ll í hverri röð.

Endurtakið þar til allir ferningarnir hafa verið heklaðir saman á breiddina.

Við sýnum einungis 6 ferninga saman hérna, (teppið er með 40 ferninga).

Passið uppá að það verði ekki of stíft á milli ferninga.

Festið alla enda.

Ll sem byrjað er með og endað er á í röðum er snúið á bakhlið svo að fallegra sé þegar gengið er frá endum.

Bakhlið:

Allir ferningarnir:

Og nú eru við tilbúin til að byrja á fyrsta hluta af kanti!

KANTUR 1 – fl og ll:

UMFERÐ 1: Heklið kant með ópalgrænum (nr 17) með heklunál nr 3 í kringum allt teppið þannig: Byrjið í einni fl í einu horninu (fl eða hst).

Heklið 1 ll (= 1. fl) á langhlið (8 ferningar).

Heklið 1 fl í næstu l, 1 ll, hoppið yfir 1 fl.

Heklið * 1 fl í næstu l, 1 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið með 1 fl í síðustu l á ferningi og 3 ll (yfir hst).

Haldið áfram yfir alla ferningana umf hringinn þannig: 1 fl í hverja og eina af 2 fyrstu fl á ferningi, * 1 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* 7 sinnum til viðbótar og 3 ll á milli hverra ferninga (yfir hst).

Heklið í hornin (hst) þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl.

Útskýring á mynsturmynd af Kanti 1, 1. umf.

= fl
= ll
= hst
= kl
= byrjun

Útskýring á öllum Kanti 1:

KANTUR 1 – fl og ll:

UMFERÐ 1: Heklið kant með ópalgrænum (nr 17) með heklunál nr 3 í kringum allt teppið þannig: Byrjið í einni fl í einu horni (fl eða hst) með 1 ll (= 1. fl) á langhlið (8 ferningar), * 1 fl í næstu l, 1 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* 7 sinnum til viðbótar, endið með 1 fl í síðustu fl á ferningi og 3 ll (yfir hst).

Haldið áfram yfir alla ferningana umf hringinn þannig: 1 fl í hverja af 2 fyrstu fl á ferningi, * 1 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* 7 sinnum til viðbótar og 3 ll á milli ferninga (yfir hst). Heklið í hornin (hst) þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl, endið með 1 kl í 1. fl í umf jafnframt er skipt yfir í ljós turkos (nr 19)= 268 fl og 286 ll. Lesið LITASKIPTI. Ekki klippa frá, nú ertu klár fyrir næstu vísbendingu.

LITASKIPTI:

Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Þegar draga á bandið í gegnum síðustu l á heklunálinni, skiptið um lit, dragið bandið í gegnum síðustu l á heklunálinni með nýja litum.

Kennslumyndband

ATHUGIÐ: Kennslumyndbandið sýnir dæmi þar sem við heklum 3 x 2 ferninga saman, en munið að það þarf að hekla saman 8 x 5 ferninga (alla 40) til þess að klára fyrsta skrefið í teppinu!

Athugasemdir (29)

Mette Bjørn wrote:

Hvis man gerne vil lave tæppet både bredere og længere er det så en til af hver blomst og så lave en ekstra bredde her eller bliver der mulighed for bredere borter senere?

24.05.2016 - 12:43

Dina wrote:

Buongiorno! Credo che ci sia un errore nella descrizione del giro 1 del bordo: dopo la prima m.b. nell'angolo, c'è scritto di affrancare il filo (sotto la foto 17). Immagino che si riferisca a fermarlo a inizio bordo... Inoltre ne approfitto per un'altra domanda: posso fare il bordo di unitura e il giro attorno al quadrato di fiori con un altro colore? Grazie!

24.05.2016 - 12:22

DROPS Design answered:

Buongiorno Dina. Abbiamo corretto il testo. Grazie della segnalazione. Può utilizzare i colori che preferisce. Buon lavoro!

24.05.2016 - 12:38

Lotte wrote:

Ik wil graag de deken groter maken, als een sprei voor een 1 persoonsbed. dus ongeveer 1m bij 2 m. graag gebruik ik meer vierkanten om de deken groter te maken. komen er nog meer patronen voor vierkanten? moet ik nog ergens rekening mee houden? mijn plan was om alle vierkanten 10 keer te haken ipv 5 keer. kan dat?

24.05.2016 - 12:20

DROPS Design answered:

Hoi Lotte. De vierkantjes zijn nu klaar. Als je meer vierkantjes wilt maken, dan kijk ook even hier onder AFMETING

24.05.2016 - 14:36

Monica wrote:

Op de teltekening zie ik een vasten rij op de rand voor de vasten met lossen rij. Klopt de beschrijving wel?

24.05.2016 - 12:20

Petit wrote:

Bonjour, Ma question est la même qu'Anne Marie car j'aimerai faire ce plaid d'une autre dimension donc je pense qu'il va falloir attendre les prochaines semaines pour commencer l'assemblage; c'est dommage !

24.05.2016 - 11:31

Eljons Garn/Elisabeth Jonsson wrote:

Roligt med tävlingar hoppas det kommer fler för min försäljning har ökat pga den! Tack Drops för det!

24.05.2016 - 11:19

Seitert Anne-marie wrote:

Je voulais savoir si après cette étape il n'y aura que des tours de bordure, car je voulais faire un plaid un peu plus grand. donc ma question est : est-ce que je fais des fleurs en plus maintenant avant de faire cette étape ? merci, c'est important

24.05.2016 - 11:12

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Seitert, effectivement, les carrés sont terminés et on va maintenant travailler sur la bordure - voir aussi ici. Bon crochet!

24.05.2016 - 13:21

Katja wrote:

Vielen Dank für den Hinweis. Was empfehlen Sie für die Vergrößerung der Decke? Von jeder Blüte mehr Quadrate häkeln? Für eine Vergrößerung in der Länge und Breite z.B. 14 zusätzliche? Vielen Dank im Voraus für eine Antwort :-)

24.05.2016 - 11:07

DROPS Design answered:

Liebe Katja, selbstverständlich können Sie die Decke nach Ihrem Geschmack vergrössern (beachten Sie dann bitte den höheren Garnverbrauch).

25.05.2016 - 08:52

Susy wrote:

FANTASTICA!!!!

24.05.2016 - 11:06

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.