Vísbending #6 - Við lærum fleiri nýjar aðferðir

Þá erum við komin að vísbendingu #6. Við ætlum að hekla 8 nýjar umferðir og sjalið kemur til með að fá enn fleiri liti!

Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni.

Fyrst smá upplýsingar

RENDUR:
Þræðirnir eru klipptir frá eftir hverja umferð, ef næsta umferð er ekki hekluð með sama lit. Endar eru festir í hlið í lokin.
33.UMFERÐ: vínrauður (litur j)
34.UMFERÐ: ísblár (litur h)
35.UMFERÐ: kórall (litur c)
36.UMFERÐ: ísblár (litur h)
37.-39.UMFERÐ: púður (litur a)
40.UMFERÐ: sinnep (litur b)

MYNSTUR:
Í vísbendingu #6 heklum við eftir mynsturteikningu A.5a, A.5b, A.6a og A.6b. A.5a og A.6a sýnir hvernig umferðin byrjar. ATH: Byrjun á umferð er teiknuð yfir hverja aðra í sömu mynsturteikningu sem við heklum til skiptis frá hægri og vinstri hlið á sjali en ekki yfir hverja aðra.

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu lykkjuna í umferð með fyrsta lit, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju með nýja litnum, eftir þetta er næsta umferð hekluð.

Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt eftir mynsturteikningu sem samanstendur af A.4a og A.4b sem þú sérð að neðan. Vantar þig frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu.

Stutt útskýring

Í 37. umferð eru sett prjónamerki inn í stykkið uppá nýtt, án þess að hekla. Setjið fyrsta prjónamerki eftir 15 lykkjur, setjið næstu 11 prjónamerki með 30 lykkja millibili, það eru þá 15 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Á eftir 39. umferð er þráðurinn klipptur frá og 40. umferð er hekluð frá réttu. Byrjið 40. umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá fyrri umferð.

Mynsturteikning fyrir vísbendingu #6

= 1 loftlykkja
= 3 loftlykkjur
= 1 fastalykkja um loftlykkjuboga/loftlykkju. ATH: Í 36. umferð er heklað um hálfa stuðlana frá 34. umferð
= 1 hálfur stuðull um loftlykkjuboga
= 1 stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= 4 loftlykkjur
= 1 tvíbrugðinn stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= Í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja
= Í byrjun á umferð eru heklaðar 2 loftlykkjur
= Í byrjun á umferð eru heklaðar 3 loftlykkjur
= Í byrjun á umferð eru heklaðar 4 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 tvíbrugðnum stuðli í síðustu lykkju í umferð
= byrjið hér

Vantar þig aðstoð við að byrja?

Hér er nánari útskýring á því hvernig þú byrjar á vísbendingu #6. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.

Nú er hekluð 33.-35. umferð í A.5a og A.5b með röndum og mynstri, munið eftir LITASKIPTI!

Nú hefur öll 35. umferð verið hekluð á hæðina og stykkið mælist ca 55 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Nú eru 60 sólfjaðrir (= 30 mynstureiningar A.5b) í umferð.


Nú er heklað A.6b (A.6a sýnir hvernig umferðin byrjar og er hekluð sem viðbót við A.6b).

36. UMFERÐ er hekluð frá röngu: Leggið 35. umferð (umferð með kórall, sólfjöðrum – litur c) niður þannig að rétta liggi að réttu og heklið um 34. umferð (umferð með ísbláum – litur h) frá bakhlið á sjali þannig:
4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrsta hálfa stuðul, (4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta hálfa stuðul) heklið svona meðfram öllu sjalinu og endið með 1 fastalykkju um síðasta hálfa stuðul í umferð = 120 loftlykkjubogar.


Heklið 37. umferð.


Eftir þetta eru prjónamerkin sett á ný í stykkið, án þess að hekla þannig: Setjið fyrsta prjónamerki eftir 15 lykkjur, setjið næstu 11 prjónamerki með 30 lykkju millibili, það eru þá 15 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki.


Haldið áfram með 38. og 39. umferð. Klippið frá.


Heklið 40. umferð frá réttu, þannig að bæði 39. umferð og 40. umferð verði heklaðar frá réttu. Byrjið 40. umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá fyrri umferð.


Tilbúið!

Nú ertu tilbúin með vísbendingu #6 og þegar allar 40 umferðirnar hafa verið heklaðar mælist stykkið ca 61 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Á mynd að neðan getur þú séð hvernig stykkið lítur út núna! Ekki gleyma að deila myndum af verkefninu þínu með okkur í dropsalong gallery!

Kennslumyndband

Athugasemdir (6)

Marisa wrote:

I'm sorry I've re-read! Shouldn't crochet so late!! Sorry x

26.05.2018 - 23:37

Marisa wrote:

Row 34 in 6b shows a half treble but your video shows a double crochet. Which one is it please. (Ps why isn't UK in list of countries ?)

26.05.2018 - 23:01

Ana María wrote:

Hola Actiu Te respondo a tu pregunta. Aqui los marcadores se ponen en la fila 37 como dicen. El primero lo pones contando 15 puntos, luego los siguientes cada 30 puntos altos, y te vuelven a quedar otros 15 putnos para poner el ultimo marcador. No se si me explico bien. No hay que ponerlos como tu dices al final de la pista. Se ponen en la vuelta 37y viene bien explicado.

25.05.2018 - 21:56

Actiu wrote:

Cuando acaba esta pista no se bien donde poner los aumentos, me podria ayudar?

25.05.2018 - 16:50

Cathy wrote:

Good grief!! English diagram is also wrong for rows 38 and 39. I just lost 2 hours of work that now has to be ripped out. Please, please, please have someone quality check review the English clues for accuracy and make corrrections before posting them. Please and thank you.

25.05.2018 - 00:18

DROPS Design answered:

Dear Cathy, the 7th symbol under diagram text (used in row 38 and 39) is correct here: you should work a treble (US-English)/double treble (UK-English) as you can see in our video where we start row 38 approx time code 14:35. Happy crocheting!

25.05.2018 - 09:38

Jennifer R. wrote:

I noticed that the clue says that for row 33 and 36 that the stitch marking states it is a double crochet, for US terms. Looking at the video and the picture, that should in fact be a single crochet.

23.05.2018 - 16:51

DROPS Design answered:

Dear Jennifer, thanks for your feedback you are right you should work sc (US-crochet terminology) on both rows 33 and 36. Pattern will be edited asap. Happy crocheting!

24.05.2018 - 10:17

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.