Vísbending #3 - Gerum klárt fyrir knús!

Nú þurfum við að gera peysuna klára til að geta knúsað einhvern, við þurfum að prjóna ermarnar!

Þú finnur uppskriftina hér að neðan í þeirri stærð sem þú prjónar, mundu að þú getur fengið aðstoð, þú finnur kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd neðst á síðunni eða þú getur skrifað okkur línu neðst á síðustunni.


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermi):
Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 2 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

ERMI:
Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna /hringprjóna neðan frá og upp.

Fitjið upp 28-28-32-32-32-36 lykkjur á sokkaprjón 4 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 2-2-2-3-3-3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónamerki á að nota síðar þegar aukið er út undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 6-6-6-6-8-8 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-3½-3½-3-3½ cm millibili alls 6-8-8-9-11-11 sinnum = 40-44-48-50-54-58 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 26-30-34-38-42-46 cm (eða að óskaðri lengd). Fellið laust af. Prjónið hina ermina alveg eins.


Fullorðinspeysa

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
ÚTAUKNING (á við um laskalínu):
Öll útaukning er gerð frá réttu!

Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

ÚRTAKA (á við um ermar):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!

Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman.

ERMI:
Ermarnar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður.

Fitjið upp 14 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 19-21-23-24-24-25 sinnum = 52-56-60-62-62-64 lykkjur.

Prjónið síðan áfram með sléttprjóni þar til ermin mælist 20-21-23-25-27-29 cm. Fitjið nú upp 4-5-5-5-7-9 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 60-66-70-72-76-82 lykkjur.

HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2.-2.-2.-1.-1.-1. cm millibili 4-13-15-7-12-14 sinnum og síðan með 3.-3.-3.-2.-2.-2. cm millibili 9-2-1-10-6-6 sinnum = 34-36-38-38-40-42 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 40-39-38-36-34-33 cm. Aukið nú út um 4-6-4-4-6-8 lykkjur jafnt yfir = 38-42-42-42-46-50 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið aðra ermi alveg eins.


Tilbúið

Nú eru báðar ermarnar klárar!

Vertu með okkur í næstu viku og þá klárum við peysuna. Við sýnum þér hvernig þú átt að sauma stykkin saman og gera andlitið á Rúdólfi klárt!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd sem nýtast þér við ermarnar!

Athugasemdir (3)

Yasmin wrote:

Olá obrigada!

22.08.2019 - 22:03

Dina wrote:

Ik heb Nepal garen gekocht voor 2 volwassen xmas trui nu ontbreekt er een deel van telpatroon hert hoofd op de website . Gelieve deze mij te bezorgen. Groetjes, Dina

20.11.2018 - 20:39

JAULIN Nadia wrote:

Bonjour, je n'ai pas d'aiguille double pointe pour travailler en rond et avoue ne pas savoir faire. Est il possible d'avoir les explications pour des manches "à plat". Merci d'avance de votre réponse.

15.11.2018 - 12:30

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Jaulin, vous trouverez ici comment adapter un modèle sur aiguilles droites. Bon tricot!

16.11.2018 - 10:07

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.