Vísbending #4 - Nú klárum við peysuna!

Nú er komið að því að klára peysuna og andlitið á jólasveinunum! Fylgdu leiðbeiningum okkar til að gera andlitið – eða hannaðu þinn eigin jólasvein – það er engin röng aðferð við að gera þetta!

Ef það er eitthvað sem þú ert óviss um, þá getur þú séð lista með aðferðum í lok vísbendingarinnar og þar getur þú einnig sett inn spurningar til sérfræðinga okkar í athugasemdar dálknum hér að neðan.

Við vonumst til að þú hafir haft ánægju af því að prjóna þessa peysu með okkur og við viljum endilega sjá hvernig þín peysa lítur út! Mundu að senda okkur myndir til #dropsfan gallery!!


Nú byrjum við!

FRÁGANGUR:
Saumið laskasauma ofan frá og niður mitt undir ermi – saumið innan við 1 kantlykkju.
Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp frá réttu ca 67-71-75-68-68-72 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 4,5 með milligrár Air eða grár Nepal (litur a). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er jafnt yfir til 60-60-64-64-68-68 lykkjur. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Skiptið yfir í hindber Air eða djúp rauður Nepal (litur b), prjónið stroff hringinn í 1 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður.

DÚSKUR (fyrir húfu):
Gerið einn dúsk með natur (litur c) ca 5-6 cm að þvermáli, munið eftir að skilja eftir 2 þræði til að festa dúskinn með. Festið dúskinn í endann á lausu húfunni á framstykki.

SKEGG:
1 kögur = 1 þráður ca 45 cm með natur (litur c). Klippið 18 kögur. Hvert kögur á að festast á efri hlið á brugðinni lykkju í hálsi á jólasveini. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjunni utan um lykkjuna, þræðið eftir það endunum í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið kögur í hverja og eina af 17 lykkjum sem eftir eru yfir brugðnum lykkjum. Gerið síðan lausan hnút á alla endana, svona ca mitt á þráðum. Klippið skeggið til í óskaða lengd.

YFIRVARASKEGG:
1 kögur = 1 þráður ca 7 cm með natur (litur c). Klippið 8 kögur. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjuna utan um lykkju á neðri hlið á brugðinni lykkju í andliti á jólasveini, þræðið eftir það endunum í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið kögur í hverja og eina af hinum 7 lykkjunum á neðri hlið á brugðnu lykkjunum. Klippið skeggið til í óskaða lengd.

AUGU:
Notið afgang af svartur. Saumið lykkjuspor yfir 3 lykkjur og saumið eitt spor þvert yfir næstu lykkju að miðju.


Tilbúið!

Nú er peysan klár. Okkur langar mjög mikið til að sjá hvernig þín lítur út. 😁 Endilega notaðu þessi myllumerki þegar þú póstar myndunum þínum á samfélagsmiðla: #DROPSChristmasKAL og #SleepySantaSweater – og ekki gleyma að senda myndirnar þínar til #dropsfan gallery!!

Langar þig að sjá mynstur af flottum jólasveinahúfum? Þá finnur þú húfur í barnastærðum og ungbarnastærðum..


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir hjálparsíður sem geta aðstoðað þig við að klára jólasveininn!

Athugasemdir (3)

Elisabeth Peperkamp wrote:

De kerstkado'tjes zijn bijna klaar ben al aan de derde bezig met merino , basis groen, hartelijk dank voor het leuke patroon

01.12.2019 - 07:37

Csákvári Zsuzsanna wrote:

How can I make a face on the Jumpers backside ? Make a mustach and eyes or do just a long hair for Santa?

27.11.2019 - 16:56

DROPS Design answered:

Dear Mrs Csákvári, you can make a face on the jumper's back piece as we show on the front piece, or create your own, there is no bad way to make the face, just follow your inspiration. Happy knitting!

28.11.2019 - 10:26

Tina wrote:

Vielen Dank für einen weiteren tollen Pullover - es hat wie immer riesigen Spaß gemacht, bei einem KAL von Drops dabei zu sein :D

26.11.2019 - 22:07

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.