Vísbending #1 - Hálsmál

Ertu búin að velja hvaða peysu þig langar til að gera? Þá er kominn tími á að byrja að lesa og byrja að prjóna peysuna með okkur!

Vantar þig enn eitthvað áður en þú byrjar að prjóna? Hér er listi yfir allt sem þú þarft til að prjóna peysuna!

Eitt í viðbót áður en við byrjum – veistu hvaða stærð þú ætlar að gera? Við erum að vinna í peysu með jólasveinum, skref-fyrir-skref, með því að fylgja dömu stærð XS (merkt með breiðu letri), með tvöföldum kanti í hálsmáli.

Peysan með jólatrjám er unnin eftir sama mynstri, eini munurinn er mynsturteikningin, vertu því viss um að þú fylgir réttri mynsturteikningu.

Stærð

Börn:

Aldur: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 - 13/14 ára
Hæð miðað við cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 - 158/164

Dömur:

XS - S - M - L - XL - XXL

Herrar:

S - M - L - XL - XXL - XXXL

PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar og fram- og bakstykki er prjónað áfram í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón, ofan frá og niður.


Nú byrjum við!

HÁLSMÁL:
Hálsmálið er ekki eins á barnapeysunni og á peysu fyrir dömur/herra. Barnapeysan er með einföldum kanti í hálsi ca 3 cm, dömu/herra peysan er með val á milli þess að hafa tvöfaldan kant í hálsi eða háum kraga. Ef þig vantar aðstoð þá getur þú farið neðar á síðuna!

Börn:

Fitjið upp on 60-64-64-68-68-72-76 lykkjur á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 4 með grunnlit. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm.

Dömur:

Fitjið upp 95-100-105-110-115-120 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með grunnlit. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Haldið áfram með stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm.

Herrar:

Fitjið upp 100-105-110-115-120-130 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með grunnlit. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman 80-84-88-92-96-104 lykkjur. Haldið áfram með stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm.


Hálsmál

Hár kragi

Tvöfaldur kantur í hálsmáli

Þetta er allt um hálsmál!

Nú þegar hálsmálið hefur verið prjónað til loka, þá er vísbending #1 í þessu KAL klár. Ertu tilbúin að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að byrja á næsta skrefi á peysunni.

Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum til okkar. Smelltu hér til að samþykkja linkinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að prjóna hálsmálið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (6)

Victoria McGoun wrote:

Hi, what length DPNs do I need for the childrens jumper?

18.08.2022 - 00:14

DROPS Design answered:

Dear Mrs McGoun, we use double pointed needles 20 mm - read more here ; but you can also use a circular needle to work magic loop (see this video). Happy knitting!

18.08.2022 - 09:47

Jackie wrote:

Hello! To test tension/gauge, do we use the larger or smaller needles? I’m just starting now but I’ll catch up! Thx!

05.11.2021 - 23:22

DROPS Design answered:

Hi Jackie, you should use the larger ones for the gauge. Remember that needle size is only a suggestion. If you have too many stitches on 10 cm switch to larger needles. If you have too few stitches on 10 cm switch to smaller needles. Happy knitting!

06.11.2021 - 23:18

Emilia Annika wrote:

I'm in!

29.10.2021 - 17:43

Helen wrote:

Will I be able to get pattern in full after KAL is done? I can’t do the KAL right now. Thank you!

27.10.2021 - 05:38

DROPS Design answered:

Hi Helen. Of course. You will find all the patterns numbers HERE. The patterns are available in full now end after the KAL is done. Happy knitting!

27.10.2021 - 08:24

Lin Nyul wrote:

I'm in! Going to start today with 2 shades of green

26.10.2021 - 22:04

Anja wrote:

Hallo! Ich finde oben nur die Anleitung für den hohen Kragen/Rollkragen, aber nicht für die doppelte Halsblende. Man kann aber zwischen diesen beiden Arten wählen. Gibt es für die doppelte Halsblende auch eine Anleitung. Vielen Dank und liebe Grüße! Anja

26.10.2021 - 14:00

DROPS Design answered:

Hi Anja, please see Clue #5 - Letzte Details. Herzliche grüße!

26.10.2021 - 15:25

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.