Vísbending #3 - Fram- og bakstykki

Nú er hálsmálið og berustykkið tilbúið og tími kominn á að skipta berustykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar og byrja á að prjóna fram- og bakstykkið.

Vantar þig aðstoð? Farðu þá neðar á síðuna til að sjá leiðbeiningar og dálk fyrir athugasemdir.


Eigum við að fara að byrja?

Börn:

Prjónið 25-27-29-30-32-33-34 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 36-38-40-40-42-44-48 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 50-54-58-60-64-66-68 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 36-38-40-40-42-44-48 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 25-27-29-30-32-33-34 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT!

Dömur:

Prjónið 34-38-40-44-49-53 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-76-80-88-98-106 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 34-38-40-44-49-53 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT!

Herrar:

Prjónið 38-40-44-49-53-58 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 52-56-64-64-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 76-80-88-98-106-116 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-56-64-64-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 38-40-44-49-53-58 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af; uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja.

Börn:

Nú eru 112-120-128-132-140-144-148 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og með grunnlit og prjónið þar til stykkið mælist ca 16-20-23-25-26-27-28 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3-3-3-4-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Klippið þráðinn og festið. Peysan mælist ca 36-40-44-48-50-52-54 cm frá öxl og niður.

Dömur:

Nú eru 148-164-176-192-216-236 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og með grunnlit og prjónið strong>27-27-27-27-27-27 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Klippið þráðinn og festið. Peysan mælist 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður.

Herrar:

Nú eru 164-176-192-216-236-256 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og með grunnlit. Prjónið þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm frá öxl og niður.

Nú er fram- og bakstykkið tilbúið!

Nú höfum við skipt berustykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar og klárað fram- og bakstykið! Það þýðir að Vísbending #3 í þessu KAL er klár.

Ertu tilbúin að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að byrja á næsta skrefi.

Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum til okkar. Smelltu hér til að samþykkja linkinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að prjóna fram- og bakstykkið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (1)

Katarina wrote:

Mussä vaiheessa vaihdetaan pidempiin pyöröpuikkoihin?

28.10.2021 - 20:26

DROPS Design answered:

Hi Katarina, you change the needles to longer ones, if you feel uncomfortable with the short ones. Happy knitting!

29.10.2021 - 09:53

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.