Vísbending #1 - Framstykki

Nú byrjum við! Ertu með allt sem þarf til að byrja? Þá er bara að halda áfram og lesa og vera með að prjóna framstykkið á peysunni með jólasveinahúfu.

Vantar þig enn eitthvað af efni til að geta byrjað? Hér sérðu lista yfir hvað þarf.

Og eitt að lokum áður en við byrjum – ertu búin að ákveða hvaða stærð þú ætlar að prjóna? Við komum til með að prjóna skref fyrir skref í stærð 7/8 ára, sem er skrifað með breiðu letri.

Sleepy Santa Sweater

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152


UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
1 garður á hæðina = Prjónið 2 umferðir slétt.

ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 70 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 12) = 5,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (A.2 á einungis við stærð7/8 – 9/10 – 11/12 ára).
Til að sleppa við löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstrið er prjónað, er prjónað með 3 dokkur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku grár (litur a) hvoru megin við jólasvein og 1 dokku mynsturlit mitt í peysu (þ.e.a.s. A.1/A.3).Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið áfram með grár (litur a) yfir allar lykkjur til loka.

LASKALÍNA:
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt saman og 1 kantlykkja í garðaprjóni (= 1 lykkja færri).

PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp. Fyrst er prjónað laust stykki sem er húfan og er á miðju á framstykki. Þetta stykkið er prjónað saman við framstykki í síðustu umferð í mynstri, þannig að þetta stykki hangir utan á flíkinni.


Nú byrjum við!

HÚFA (laust stykki): Fitjið upp 3 lykkjur á prjón 5,5 með hindber Air eða djúp rauður Nepal (litur b).

1.UMFERÐ (= ranga): Prjónið slétt.
2.UMFERÐ (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt í hvora af síðustu 2 lykkjunum (= 2 lykkjur fleiri).
3.UMFERÐ (= ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt í fyrstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).
4.UMFERÐ (= rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt í hvora af þessum 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri).
Endurtakið 3. til 4. umferð 6 sinnum til viðbótar, eftir það endurtakið 3. umferð 1 sinni = 12 lykkjur á prjóni.
Prjónið 2 umferðir slétt, síðasta umferð = ranga (þegar þetta lausa stykki er prjónað saman við framstykkið, prjónið saman frá réttu). Leggið stykkið til hliðar og prjónið framstykkið. Ef þú vilt hafa húfu á bakstykki, þá þarf að prjóna 2 húfur.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 70-74-78-82-86-90 lykkjur á hringprjón 4,5 með milligrár Air eða grár Nepal (litur a). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga).

Næsta umferð er prjónuð frá réttu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið * prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff svona í 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-12-12-14-14-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 58-62-66-68-72-76 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttprjón (kantlykkja í hvorri hlið er alltaf prjónuð í garðaprjóni) í 1-1-4-4-6-8 cm (stykkið mælist ca 5-5-8-8-10-12 cm frá kanti). Prjónið nú sléttprjón (kantlykkjur í garðaprjóni) og mynstur í mismunandi stærðum frá réttu þannig MUNIÐ EFTIR PRJÓNFESTUNNI!:

STÆRÐ 2 – 3/4 – 5/6 ára:
Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 6-8-10 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 44 lykkjur) – sjá MYNSTUR, prjónið 6-8-10 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni.

STÆRÐ 7/8 – 9/10 – 11/12 ára:
Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 11-13-15 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 (= 44 lykkjur) – sjá MYNSTUR, prjónið 11-13-15 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 11-16-20 cm, prjónið mynstur A.1 yfir mynstur A.2.

ALLAR STÆRÐIR:
Þegar stykkið mælist 20-23-26-29-32-35 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fellið af 2-2-2-3-3-3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 54-58-62-62-66-70 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón, A.1 (einungis í minnstu stærðum) og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 13-14-15-16-17-18 sinnum – JAFNFRAMT þegar 2 úrtökur eru eftir fyrir laskalínu (stykkið mælist núna ca 31-35-39-42cm mitt að framan), eru miðju 22-24-26-24-26-28 lykkjurnar settar á 1 þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig.
Vinstri öxl – byrjið frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu eins og áður, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið stykkinu. Prjónið brugðið frá röngu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu. 1 kantlykkja í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu, snúið og fellið af lykkjur með brugðið.
Prjónið hægri öxl frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, fækkið lykkjum fyrir laskalínu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, brugðið frá röngu, snúið stykkinu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu og fellið af lykkjur með brugðið.

Mynsturteikning

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með milligrár/grár (litur a)
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með natur (litur c)
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu með natur (litur c)
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með hveiti/ljós beige (litur d)
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með hindber/djúp rauður (litur b)
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu með hindber/djúp rauður (litur b)
= í þessari umferð (= frá réttu) prjónið lausu húfuna saman við framstykki
= leggið lausu húfuna (= 12 lykkjur) yfir þessar 12 lykkjur, * prjónið 1 lykkju frá húfu og 1 lykkju frá peysu 2 slétt saman með hindber (litur b) (= 1 lykkja) *, prjónið frá *-* alls 12 sinnum

Tilbúið

Framhlið á peysu

Bakhlið á framstykki

Við erum núna búin með framstykkið og fyrsta vísbendingin af KAL er tilbúin. Ert þú tilbúin í framhaldið? Smelltu á Næsta> til að halda áfram með peysuna.

Ekki gleyma að senda okkur myndir af verkefninu þínu til okkar. Smelltu hér til að senda inn linkinn þinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir leiðbeiningar til aðstoðar sem þú getur nýtt þegar til að klára framstykkið:

Athugasemdir (5)

Heidi wrote:

Kommer der en version 2020 af juletrøje kal?

01.11.2020 - 13:30

DROPS Design answered:

Hei Heidi. Nei dessverre, ikke i år. Håper vi kommer sterkere tilbake neste år. mvh DROPS design

09.11.2020 - 07:40

Annamaria Pagani wrote:

Posso usare i ferri diritti? Xk quelli circolari nn li so usare. Grazie

26.11.2019 - 07:43

DROPS Design answered:

Buonasera Annamaria, il maglione è lavorato in parti separate quindi può tranquillamente usare i ferri dritti. Buon lavoro!

28.12.2019 - 20:14

Linn wrote:

Hej! (arbetet mäter nu ca 31-35-39-42 cm mitt fram) -texten är fel vid avplockningen av halsmaskorna, för de 2 större storlekarna finns inte angivna i texten. .

18.11.2019 - 13:40

DROPS Design answered:

Hej Linn, tack för info, nu är de 2 största storlekarna lagt ut :)

19.11.2019 - 13:15

Louise wrote:

Love this first section of the pattern! I’m making the smallest size, 2-3. I’m currently working on the raglan decreases, can you confirm how many stitches there should be on either side once I’ve slipped the 22 stitches on to thread for the neck?

16.11.2019 - 20:48

DROPS Design answered:

Dear Louise, there should remain 5 stitches for each shoulder when you slip the middle 22 sts for neck on a thread. Happy knitting!

18.11.2019 - 12:11

Anna wrote:

Hallo, ich hab mein Vorderteil schon fertig, habe aber an 3 Stellen Unklarheiten gehabt und improvisieren müssen. Für das 2. Vorderteil (ich hab Zwillinge!) wünsche ich mir mehr Klarheit: 1. Warum werden für 5-6 Jahre weniger Halsausschnitt-Maschen stilllegen als für 7-8 J.? 2. Wie verbindet man am Beginn der Raglanabnahmen für die Ärmelausschnitte das Abketten am Rand. Nacheinander? Gleichzeitig? 3. Nimmt man für den Streifen \"natur\" in der Gesichtmitte einen Extrafaden?

16.11.2019 - 13:16

DROPS Design answered:

Liebe Anna, 1) je nach der Größe und die übrige Reihenanzhal wird die Maschenanzahl unterschiedlich - 2) die 2 Maschen für die Ärmelausschnitte werden am Anfang der 2 nächsten Reihen abgekettet (= 2 M am Anfang der HinReihe, 2 M am Anfang der Rückreihe). 3) ja genau, für das Gesicht wird man mit 5 Knäuel stricken. Viel Spaß beim stricken!

18.11.2019 - 12:06

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.