Vísbending #2 - Bakstykki

Í þessari vísbendingu þá prjónum við bakstykkið á peysunni og hér getur þú valið um hvort þú viljið prjóna bakstykkið með – eða án – jólasveins.

Við höfum skrifað lista með hjálpargögnum neðst á síðunni – með tenglum í kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningum, þannig að það verði sem einfaldast fyrir þig að halda áfram!Er eitthvað sem þú ert enn óviss um? Settu inn spurningu í athugasemdar dálkinn hér að neðan, þá getur einhver af fagmönnum okkar aðstoðað þig!


UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.3 og A.2 (A.2 á einungis við um 7/8 – 9/10 – 11/12 ára).

PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp. Fyrst er prjónað laust stykki sem er húfa sem er mitt á framstykki. Þetta stykkið er prjónað saman við bakstykki í síðustu umfeðr í mynstrin, þannig að það hangi utan á flíkinni.


Nú byrjum við!

Bakstykki með jólasveini

Fitjið upp 70-74-78-82-86-90 lykkjur á hringprjón 4,5 með milligrár Air eða grár Nepal (litur a). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga).
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið * prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff svona í 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-12-12-14-14-14 lykkjur jafnt yfir = 58-62-66-68-72-76 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttprjón (kantlykkja í hvorri hlið er alltaf prjónuð í garðaprjóni) í 1-1-4-4-6-8 cm (stykkið mælist ca 5-5-8-8-10-12 cm frá kanti). Prjónið nú sléttprjón (kantlykkjur í garðaprjóni) og mynstur í mismunandi stærðum frá réttu þannig:

STÆRÐ 2 – 3/4 – 5/6 ára:
Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 6-8-10 lykkjur sléttprjón, prjónið A.3 (= 44 lykkjur), prjónið 6-8-10 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur svona

STÆRÐ 7/8 – 9/10 – 11/12 ára:
Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 11-13-15 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 (= 44 lykkjur), prjónið 11-13-15 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 11-16-20 cm, prjónið mynstur A.3 yfir mynstur A.2. Haldið áfram með mynstur svona.

ALLAR STÆRÐIR:
Þegar stykkið mælist 20-23-26-29-32-35 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fellið af 2-2-2-3-3-3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 54-58-62-62-66-70 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón, A.3 (aðeina í minnstu stærðum) og 1 kantlykkju í hvorri hlið – JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir laskalínu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 13-14-15-16-17-18 sinnum. Þegar allar úrtökur fyrir laskalínu hafa verið gerðar til loka eru 28-30-32- 30-32-34 lykkjur á prjóni, fellið af.

Mynsturteikning

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með milligrár/grár (litur a)
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með natur (litur c)
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með hveiti/ljjós beige (litur d)
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með hindber/djúp rauður (litur b)
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu með hindber/djúp rauður (litur b)
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu með hveiti/ljós beige (litur d)
= í þessari umferð (= frá réttu) prjónið lausu húfuna saman við bakstykki
= leggið lausu húfuna (= 12 lykkjur) yfir þessar 12 lykkjur, * prjónið 1 lykkju frá húfu og 1 lykkju frá peysu 2 slétt saman með hindber (litur b) (= 1 lykkja) *, prjónið frá *-* alls 12 sinnum

Bakstykki án jólasveins

Fitjið upp 70-74-78-82-86-90 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4,5 með milligrár Air eða grár Nepal (litur a). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga).
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið * prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff svona í 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-12-12-14-14-14 lykkjur jafnt yfir = 58-62-66-68-72-76 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 20-23-26-29-32-35 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fellið af 2-2-2-3-3-3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 54-58-62-62-66-70 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu eru lykkjum fækkað fyrir laskalínu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 13-14-15-16-17-18 sinnum.
Þegar allar úrtökur hafa verið gerðar fyrir laskalínu til loka eru 28-30-32-30-32-34 lykkjur á prjóni, fellið af.


Tilbúið

Bakstykkið er nú tilbúið. Ertu tilbúin í að prjóna ermarnar? Smelltu á Næst > til að halda áfram í næsta skref til að prjóna peysuna. Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum. Smelltu hér til að senda okkur linkinn þinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir leiðbeiningar til aðstoðar sem þú getur nýtt þegar til að prjóna bakstykkið:

Athugasemdir (1)

Marion Sbongk wrote:

☀️🙂🌈❣️

18.11.2019 - 18:36

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.