Evrópsk öxl (ermi)

Í þessum leiðbeiningum sýnum við hvernig við skref-fyrir-skref hvernig við prjónum upp lykkjur fyrir ermum, prjónum stuttar umferðir yfir ermakúpuna og hvernig lykkjum er fækkað undir ermi. Við notum mynstrið í barnapeysunni Sweet Peppermint (DROPS Children 47-12) í stærð 2 ára, en munið að fylgja lykkjufjöldanum / útaukningu í þeirri stærð sem þú hefur valið!

Neðst á síðunni finnurðu myndband sem gæti verið gagnlegt, sem og form þar sem þú getur beðið sérfræðinga okkar um aðstoð ef þú þarft á því að halda!

Við höfum nú þegar prjónað fram- og bakstykki og nú erum við klár til að prjóna ermarnar.

Við prjónum með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr. 9029 salviu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr. 45 mjúk mynta og með 5 mm prjónum. Við notum 1 þráði í hvorri tegund, eða það garn og lykkjufjölda sem stendur í mynstrinu sem þú ert að prjóna.

Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í framstykki, en ca 3 cm niður á framstykki, þetta er mitt ofan á öxl). Myndin sýnir bakstykki á peysunni.

Notið hringprjón 5 og 1 þráði í hvorri tegund, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir vinstri ermi og prjónið upp 42 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu jafn margar lykkjur hvoru megin við merki meðfram handvegi.

Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að ermin fái betra form og passi betur. 1.umferð (rétta): Prjónið 4 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið.

2.umferð (ranga): Prjónið 4 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið.

3.umferð (rétta): Prjónið 8 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið.

4.umferð (ranga): Prjónið 8 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið.

5.umferð (rétta): Prjónið 12 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið.

6.umferð (ranga): Prjónið 12 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið.

7.umferð (rétta): Prjónið að byrjun umferðar.

Fjólubláa merkið sýnir hvar við höfum snúið við þegar við höfum prjónað stuttar umferðir (fyrir utan efsta).

Prjónið áfram hringinn í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu.

Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA að neðan. Fækkið lykkjum svona í 3. hverjum cm alls 5 sinnum = 32 lykkjur.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráður situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Prjónið áfram þar til ermin mælist 20 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Það eru eftir ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff.

Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir = 40 lykkjur. Með því að auka út á undan stroffi þá fær maður fallegri skil á milli erma og stroffs.
Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5.

Prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af aðeins laust, með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 26 cm frá merki.

HÆGRI ERMI:
Prjónið á sama hátt og vinstri ermi.

Nú er peysan tilbúin, næsta skref er að prjóna hálsmálið. Sjá hvernig í leiðbeiningunum: Evrópsk öxl (hálsmál).

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar nánari upplýsingar varðandi mismunandi prjón á lykkjum eða aðferð, þá er hér listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd til aðstoðar:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.