Hvernig á að prjóna evrópska öxl með útaukningu fyrir handveg - Bakstykki

Keywords: engin samsetning, evrópsk öxl, hringprjónar, jakkapeysa, ofan frá og niður, peysa, sléttprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum fyrsta hluta á bakstykki með útaukningu fyrir handveg í peysu með evrópskri öxl. Lykkjur eru auknar út bæði frá réttu og röngu. Við aukum út á undan / eftir 3 lykkjur í þessu myndbandi, en þetta getur verið mismunandi á milli mynstra. Eftir að lykkjur hafi verið auknar út í réttan lykkjufjölda, er prjónað áfram án útaukninga og eitt prjónamerki er sett í hlið (hliðar), stykkið er nú mælt áfram héðan. Útskýring frá hvar eigi að mæla frá getur verið mismunandi á milli mynstra. Þegar réttum lykkjufjölda og lengd hefur verið náð (í þessu myndbandi 5 cm), er byrjað á að auka út lykkjur fyrir handveg. Aukið er út eins og áður að réttum lykkjufjölda og cm máli. Þráðurinn er klipptur frá og lykkjur settar á þráð / lykkjuhaldara.
Lykkjur eru auknar út frá réttu þannig:
Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.
Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.
Lykkjur eru auknar út frá röngu þannig:
Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann.
Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann.
Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.