Evrópsk öxl (hálsmál)

Í þessum leiðbeiningum sýnum við hvernig við tökum upp lykkjur fyrir hálsmáli. Við notum mynstrið í barnapeysunni Sweet Peppermint (DROPS Children 47-12) í stærð 2 ára, en munið að fylgja lykkjufjöldanum / útaukningu í þeirri stærð sem þú hefur valið!

Neðst á síðunni finnurðu myndband sem gæti verið gagnlegt, sem og form þar sem þú getur beðið sérfræðinga okkar um aðstoð ef þú þarft á því að halda!

Nú byrjum við

Í þessum leiðbeiningum prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr. 9029 salviu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr. 45 mjúk mynta og með 5 mm prjónum. Við notum 1 þráð af hvorri tegund, eða það garn og lykkjufjölda sem stendur í mynstrinu sem þú ert að prjóna.

Notið prjón eða heklunál, byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 lykkjur í kringum hálsmál. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 ef maður vill prjóna stroffprjón með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið, eða deilanlegt með 4 ef maður vill prjóna stroffprjón með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið. Við sýnum stroffprjón með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið.

Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið eða 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið) að því cm máli sem stendur í mynstri. Fellið laust af. Við höfum valið að prjóna kant í hálsmáli tvöfaldan og fella af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Brjótið niður stroff í hálsmáli að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum.

Festið alla þráðarendana.

Nú er peysan tilbúin.

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar nánari upplýsingar varðandi mismunandi prjón á lykkjum eða aðferð, þá er hér listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd til aðstoðar:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.