Hvernig á að auka út í berustykki á stykki með axlarsæti

Keywords: axlarsæti, hálsskjól, jakkapeysa, ofan frá og niður, peysa, sléttprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum í berustykki á stykki með axlarsæti með því að auka út um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki 4 sinnum í sömu umferð = 8 lykkjur fleiri í 1 umferð. Þessi útauknings aðferð er m.a. notuð í «Country Muse» peysu í DROPS 216-40 og «Country Muse Cardigan» jakkapeysu í DROPS 216-39. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsmáli, útaukningu fyrir axlarsæti og útaukningu fyrir ermar á peysu og byrjum myndbandið á að færa til prjónamerkin fyrir útaukningu fyrir ermar að lykkjum sem auka á út framan við og aftan við, fyrir berustykki. Aukið út framan við og aftan við lykkjur með prjónamerki þannig: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjuboga, prjónið lykkju með prjónamerki í sléttprjóni eins og áður, notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjuboga (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við lykkju með prjónamerki í). Peysan í DROPS 216-40 og peysan í DROPS 216-39 eru prjónaðar úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (3)

Catriona wrote:

Pattern 216-40 Country Muse I am now on the yoke increase with 284 stitches and 12 cm from sleeve increase start. I already have 48 stitches between the sleeve markers with the 4 A1 stitches on the outside of the markers and stocking stitch over the sleeve. I don’t see why I have to move the markers as they already seem to be in the right place with the correct number of stitches?

12.01.2024 - 08:29

DROPS Design answered:

Dear Catriona, you should have a total of 50 sts between markers after increases for sleeves: 16 sts increased, 18 sts, 16 sts increased; insert a marker in the first of these 50 sts and in the last of these 50 sts, you have now 48 stitches for the sleeve. Happy knitting!

12.01.2024 - 08:40

Catriona wrote:

I am now on the yoke increase with 284 stitches and 12 cm from sleeve increase start. I already have 48 stitches between the sleeve markers with the 4 A1 stitches on the outside of the markers and stocking stitch over the sleeve. I don’t see why I have to move the markers as they already seem to be in the right place with the correct number of stitches?

11.01.2024 - 16:37

DROPS Design answered:

Dear Catriona, could you tell us which pattern you are working on, or write your question in the section under the pattern so that we can check together and help you? Thanks for your comprehension. Happy knitting!

12.01.2024 - 08:22

Irene Brown wrote:

I am knitting Blue Pebbles baby jumper and am unclear as to where markers are placed after neckband if complere and when needle size is changed. Can someone help please? The tutorial only advises on increasing method. Thanks.

29.03.2023 - 20:40

DROPS Design answered:

Dear Irene, you change the needle size after working 4cm of rib and knitting 1 row (with increases) and purling 1 row. Here, you will change the needle size. The marker for the start of the row is in mid-back, from where we start to count. Markers are inserted betweeen stitches, not inside them. From the first marker, count 15-21 stitches (depending on size) and insert the next marker. Count 10-14 stitches more from here and insert the next marker, 26-38 stitches, insert the next marker, 10-14 stitches, insert the next marker, there should be 15-21 stitches left. We should have 5 markers: one marks the beginning of the row and the others are used for increases. Happy knitting!

02.04.2023 - 16:10

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.