Vísbending #1 - Kantur í hálsmáli

Áður en þú byrjar að prjóna peysuna þá þarftu að velja stærðina sem þú ætlar að prjóna. Við munum prjóna stærð 2 ára (merkt með feitletrun), svo vertu viss um að fylgja leiðbeiningunum sem samsvarar þinni stærð.

STÆRÐ:
Aldur: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 - 13/14 ára
Stærð jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 - 158/164


Nú byrjum við að prjóna!

Fyrst er stutt yfirlit yfir hvernig við prjónum peysuna:
Hálsmálið og berustykkið á þessari peysu er prjónað í hring á hringprjóna, frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:

Fitjið upp 80-84-86-88-90-94-96 lykkjur með DROPS Karisma 85, ljós beige, yfir stuttan hringprjón 3 og 4 sem haldið er saman. Dragið út stutta hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á stuttum hringprjóni 3. (í minnstu stærðunum er hægt að setja lykkjurnar á sokkaprjóna 3 ef stuttur hringprjónn 3 er of langur). Uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur.

Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm.

Brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur og prjónið 1 umferð í stroffprjóni eins og áður, jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti.

Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli.

Svo, hvað er næst?

Nú þegar þessu skrefi er lokið hefur #1. vísbendingin í þessu KAL verið leyst. Ertu klár í framhaldið? Smelltu þá á Næst hér að neðan > til að komast í næsta skref.

Mundu að senda myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar. Smelltu hér til að senda inn tengil!


Þarftu aðstoð?

Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (2)

Anita Gors wrote:

Kan ik dit ook volgen voor volwassenen? Dankjewel

31.10.2023 - 08:28

DROPS Design answered:

Dag Anita,

Ja, we hebben ook kersttruien voor volwassenen, zie hier.

15.11.2023 - 14:49

Jacqueline wrote:

Bonjour, J'ai terminé le col, je vais maintenant prendre mes aiguilles N° 4. Je pense que j'aurais besoin de vous pour le jacquard En tout cas grand merci pour ce magnifique modèle, je le tricote pour ma petite fille qui a 3 ans, je le tricote en 3/4 ans Cordialement Jacqueline

22.10.2023 - 09:53

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.