Vísbending #2 - Berustykki

Nú þegar við erum með tvöfalt hálsmál á peysunni okkar er næsta skref að byrja á berustykkinu og mynstrinu.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni.

BERUSTYKKI:
Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu.

Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-30-32-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING að ofan = 104-110-114-118-122-126-130 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki.

Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – lesið útskýringu að neðan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, haltu áfram eins og útskýrt er að neðan. Við notum fjólublá prjónamerki til að sýna hvar við snúum við.

UPPHÆKKUN:
Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað í hring, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan:

Byrjið frá réttu og prjónið 9-10-11-12-13-14-15 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði í byrjun umferðar (mitt að aftan), snúið, herðið á þræði og prjónið 18-20-22-24-26-28-30 lykkjur brugðið.
Snúið, herðið á þræði og prjónið 27-30-33-36-39-42-45 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-40-44-48-52-56-60 lykkjur brugðið.
Snúið herðið á þræði og prjónið 45-50-55-60-65-70-75 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 54-60-66-72-78-84-90 lykkjur brugðið.
Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að merkiþræði mitt að aftan.
Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er í uppskrift.

Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun og haltu áfram að prjóna eins og útskýrt er hér.

Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA.

Þegar 2 umferðir eru eftir þar til berustykkið mælist 3-3-4-4-5-5-6 cm frá prjónamerki, aukið út 24-26-30-34-38-42-46 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 128-136-144-152-160-168-176 lykkjur. Eftir þessar 2 umferðir er prjónað mynstur jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningu eins og útskýrt er að neðan – lesið LEIÐBEININGAR og MYNSTUR í útskýringu að neðan. Skiptið yfir á lengri hringprjón eftir þörf.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.

LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað.

A.1:
Mundu að velja mynsturteikningu fyrir stærðina sem þú ert að prjóna. Umferðin byrjar við merkiþráðinn.

Prjónið A.1 alls 16-17-18-19-20-21-22 sinnum berustykkið hringinn.

JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er aukið út eins og útskýrt er að neðan:
ÖR-1: Aukið út 32-32-32-40-40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-192-200-208-224 lykkjur.
ÖR-2: Aukið út 32-32-32-32-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 192-200-208-224-240-248-264 lykkjur.
ÖR-3: Aukið út 16-16-16-16-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 208-216-224-240-256-264-280 lykkjur.
ÖR-4: Aukið út 0-4-8-4-0-4-0 lykkjur jafnt yfir = 208-220-232-244-256-268-280 lykkjur.
Þegar A.1 er lokið, prjónið sléttprjón með litnum 85, ljós beige.

= DROPS Karisma litur 85, ljós beige
= DROPS Karisma litur 55, ljós brúnn
= DROPS Karisma litur 48, vínrauður
= DROPS Karisma litur 87, mosagrænn
= DROPS Karisma litur 45, ljós ólífa
= útaukningsumferð

Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki.

Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjurnar), prjónið 62-66-70-74-78-82-86 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er núna prjónað áfram hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt!

Klippið þráðinn og byrjið umferðina við prjónamerkið, eða prjónið fram að prjónamerki með litnum 85, ljós beige (umferðin byrjar núna hér).

Berustykkið með mynstrinu er nú lokið!

Nú erum við búin með berustykkið og #2. vísbendingin í þessu KAL hefur verið leyst. Ertu klár í framhaldið? Smelltu á Næst > til að komast í næsta skref.

Mundu að senda myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar. Smelltu hér til að senda inn tengil!


Þarftu aðstoð?

Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (7)

Mc Dechorgnat wrote:

Bonjour, j ai fini l empiecement et je ne comprend pas la séparation des manches et du dos/ devant. Y a t il une astuce pour augmenter les 8 mailles du côté des manches. Merci pour votre aide Bonne journée Marie Cécile Dechorgnat

03.01.2024 - 14:35

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Dechorgnat, dans cette leçon, vous pourrez découvrir, à partir de la photo 9 comment on met les mailles des manches en attente puis comment on va monter les mailles sous la manche (photo 14), puis comment on tricote la fin du pull. Bon tricot!

03.01.2024 - 15:58

Nina wrote:

Hallo, ik brei de kerst kal 2023 ook en tot nu toe is het redelijk goed gegaan. Maar ik heb wel een vraag over waar je de markeerdraad moet plaatsen om de hals verder te breien? Dat is me nog niet helemaal duidelijk. En ik heb 8 steken opgezet maar zag na het voltooien van de pas dat er 2 best los zijn. Lost dat zichzelf later op? Zo niet, hoe kan ik dat oplossen? Alvast bedankt.

04.11.2023 - 11:00

DROPS Design answered:

Dag Nina,

Je voegt 1 markeerdraad in aan het begin van de naald, dit is waar steeds het rondje begint. Dan voeg je ook nog een markeerder midden voor in. Tussen deze 2 zitten precies evenveel steken. De boord wordt naar binnen omgevouwen om een dubbele hals te maken, dus dan vallen de wat losse steken niet op. Als je het niet vertrouwt zou je het, als de trui klaar is, wat vaster kunnen maken met naald en draad, zodat er niets achter blijft haken.

15.11.2023 - 14:46

Marre wrote:

Hallo, kan het zijn dat het aantal keer dat A.1 herhaalt moet worden niet klopt? Ik brei de trui voor 3/4, wat volgens het patroon betekent dat A.1 17 keer herhaald moet op de tour. Maar als ik A.1 op de tour blijf herhalen, kom ik uit op 21x. Wat doe ik fout? Alvast bedankt!

01.11.2023 - 23:13

DROPS Design answered:

Dag Marre,

Patroon A.1 heeft 8 steken en je hebt 136 steken op de naald. Dus als je die 8 steken 17 keer in de breedte breit kom je precies op 136 steken.

15.11.2023 - 14:40

Marie-Cécile Dechorgnat wrote:

Bonjour, je ne comprends pas où commencer la rehausse : au début du tour ou à l opposé c est à dire a la moitié du tricot?

25.10.2023 - 12:03

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Dechorgnat, le 1er rang de la rehaussé se tricote en commençant au début du tour = au milieu dos, puis on va tricoter de chaque côté du marqueur du milieu dos (de plus en plus de mailles à la fin de chaque rang) et terminer par 1 rang sur l'endroit jusqu'au milieu dos, on a ainsi le même nombre de rangs tricotés de part et d'autre du fil marqueur du milieu dos. Bon tricot!

26.10.2023 - 07:27

Sirje wrote:

Tere. Peale 1noole kasvatust on suurus 7/8 varrastel 192 silma. 2 noole juures tuleb kasvatada 40 silma=232 s. Juhendis kirjas 224. Sarnane viga ka suurusel 13/14. Siit alates viga neil suurustel kuni kehaosa ja varrukate jagamiseni.

24.10.2023 - 09:27

Desi wrote:

Wird nach der Runde der Zunahmen mit Umschlägen noch eine Runde rechts (bzw. die Umschläge rechts verschränkt) drüber gestrickt? Oder starte ich direkt mit der Nackenerhöhung?

23.10.2023 - 22:21

DROPS Design answered:

Liebe Desi, die Erhöhung stricken Sie sofort nach der Zunahmenrunde. Viel Spaß beim stricken!

24.10.2023 - 09:25

Jacqueline wrote:

Bonjour, J'en suis à l'empiècement et à commencer le jacquard. Que veut dire : Tricoter 16-17-18-19-20-21-22 fois A.1 tout le tour. Je ne peux pas continuer tant que je n'ai pas compris ce que ça veux dire. Cordialement Jacqueline

22.10.2023 - 17:47

DROPS Design answered:

Bonjour Jacqueline, vous allez maintenant tricoter le jacquard en répétant les 8 mailles du diagramme tout le tour, autrement dit, vous tricotez dans la 1ère taille 16 fois les 8 mailles = 128; en même temps, vous allez augmenter comme indiqué, et continuer à répéter les 8 mailles du diagramme, mais vous aurez de plus en plus de motifs tout le tour. Bon tricot!

23.10.2023 - 10:40

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.