Vísbending #4 - Ermi

Við nálgumst endalokin á jólapeysunni og nú prjónum við ermarnar!


Nú höldum við áfram

ERMI:
Setjið 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4. Prjónið til viðbótar upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi með DROPS Karisma 85, ljós beige = 50-52-54-56-58-60-62 lykkjur.

Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi – þ.e.a.s. mitt í 8 lykkjurnar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2-3-4-4-4-4-4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA að neðan.

ÚRTAKA (á við um mitt undir ermi):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri).

Fækkið lykkjum svona í 4.-4½.-6.-7.-8.-8½.-9. hverjum cm alls 4 sinnum = 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur.

Prjónið þar til ermin mælist 18-22-26-30-34-38-41 cm frá skiptingu. Það eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff.

Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-4-4-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 46-48-50-52-56-58-60 lykkjur.

Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm.

Fellið af aðeins laust, með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 22-26-30-34-38-42-45 cm frá skiptingu.

Prjónið hina ermina á sama hátt.

Nú ermin tilbúin og það þýðir að #4 vísbendingin í þessu KAL hefur verið leyst. Nú eru bara nokkrir þræðir sem þarf að festa áður en hægt er að nota peysuna.

Tilbúin? Okkur hlakkar til að sjá allar frábæru peysurnar ykkar! Endilega sýndu okkur myndir með því að merkja myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsalong og #DROPSChristmasKAL og ekki gleyma að senda inn myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar #dropsfan galleriet!


Þarftu aðstoð?

Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (2)

DECHORGNAT wrote:

Bonjour, je réalise mon premier top down et je voudrais savoir pourquoi vous utilisez des aiguillesdoubles pointes et non des aiguilles circulaires pour les manches. Est ce que je peux garder mes aiguilles circulaires ? Bonne journée Cordialement Marie-Cécile Dechorgnat

06.01.2024 - 15:27

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Dechorgnat, pour les manches, on peut, en fonction du nombre de mailles et du choix perso, utiliser soit des aiguilles doubles pointes, soit une aiguille circulaire de 40 cm (si le nombre de mailles le permet), soit tricoter en magic loop avec une longue aiguille circulaire. Bon tricot!

09.01.2024 - 08:55

Rita De Ruysscher wrote:

The pattern given by clue 4 is different from the pattern that I printed from your site. Which one is the correct one. I’m currently doing the sleeves.

02.11.2023 - 01:57

DROPS Design answered:

Dear Mrs De Ruysscher, the sleeves are different for girls (see here, same measurements as in the KAL or boys - see other measurements here - just adjust the length if needed checking measurements in the chart to find the one matching the kid. Happy knitting!

03.11.2023 - 07:49

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.